Hann var með sína fimmtándu þreföldu tvennu á tímabilinu í nótt er Oklahoma lagði Miami. Hann er kominn með þrjátíu slíkar á árinu. Í nótt skoraði hann 29 stig, tók 17 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.
Sjá má tilþrif hans í nótt hér að ofan.
James Harden átti svo stórleik að venju í leik Texas-liðanna Dallas og Houston. Hann skoraði 34 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri síns liðs á Dallas.
Úrslit:
Boston-Memphis 113-103
Miami-Oklahoma 94-106
Dallas-Houston 107-123
LA Lakers-Houston 100-102