Nýárskveðja til landbúnaðarráðherra Ólafur Arnarson skrifar 27. desember 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun