Varúðarstigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Súðavíkurhlíð vegna slæmrar veðurspár.Vísir/TLT
Varúðarstigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Súðavíkurhlíð vegna slæmrar veðurspár. Það felur í sér að fylgst verður vel með þróun veðurs og úrkomu og frekari ákvaðanir teknar samkvæmt því, að því er segir á síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Lögreglan hvetur fólk til þess að fylgjast með Facebook-síðu sinni en gera má ráð fyrir að smáskilaboð verði send til þeirra sem eru á norðanverðum Vestfjörðum.