NFL: Aðhlátursefni deildarinnar vann loksins leik eftir ársbið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. desember 2016 11:00 Leikmenn Cleveland Browns voru skiljanlega í skýjunum eftir sigurinn í gær. Vísir/Getty Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals NFL Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals
NFL Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira