Loksins kominn tími til að halda gleðileg jól Benedikt Bóas hinriksson skrifar 22. desember 2016 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
„Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira