Segir Vestmannaeyjabæ ekki vera að vinna að neinu sem líkist Keiko-ævintýrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:21 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Friðriksson Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag um að fyrirtækið Merlin undirbúi nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið vinni náið með WDC-dýraverndunarsamtökunum sem hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi til að synda frjálsir um höfin á ný. Í tilkynningu frá bæjarstjóranum kemur fram að Vestmannaeyjabæ sé kunnugt um vilja „kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu.“ Síðan segir að bærinn muni því hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlanda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. Svo segir: „Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.“ Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur vaxið mikið á síðustu árum og þá mest í tengslum við siglingar í Landeyjahöfn. Þessi vöxtur hefur hefur fjölgað störfum og bætt lífsgæði íbúa verulega. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram að efla þessa atvinnugrein og er þar meðal annars horft til samstarfs við sterkra aðila erlendis. Afar mikilvægt er að vel til takist enda er störfum í sjávarútvegi stöðugt að fækka og því aukin þörf á nýsköpun og þróun í sjávarbyggðum. Vestmannaeyjabæ er kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu. Vestmannaeyjabær mun að svo stöddu hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlenda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar. Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag um að fyrirtækið Merlin undirbúi nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið vinni náið með WDC-dýraverndunarsamtökunum sem hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi til að synda frjálsir um höfin á ný. Í tilkynningu frá bæjarstjóranum kemur fram að Vestmannaeyjabæ sé kunnugt um vilja „kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu.“ Síðan segir að bærinn muni því hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlanda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. Svo segir: „Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.“ Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur vaxið mikið á síðustu árum og þá mest í tengslum við siglingar í Landeyjahöfn. Þessi vöxtur hefur hefur fjölgað störfum og bætt lífsgæði íbúa verulega. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram að efla þessa atvinnugrein og er þar meðal annars horft til samstarfs við sterkra aðila erlendis. Afar mikilvægt er að vel til takist enda er störfum í sjávarútvegi stöðugt að fækka og því aukin þörf á nýsköpun og þróun í sjávarbyggðum. Vestmannaeyjabæ er kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu. Vestmannaeyjabær mun að svo stöddu hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlenda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar. Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30