Tólfumenn óttast að klappið verði þreytt Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 07:00 Tólfan vakti verðskuldaða athygli á EM í Frakklandi. Benjamín er hér fremstur meðal jafningja, klæddur í hvítt. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Nokkuð vinsælt er að hringja í forsvarsmenn Tólfunnar, stuðningsmannasveit Íslenska landsliðsins í fótbolta, til að fá þá á mannfagnaði að taka hið margfræga víkingaklapp. Þeir eru þó farnir að neita viðburðum því þeir vilja ekki að klappið verði þreytt. Flogið var sérstaklega með sex meðlimi Tólfunnar út til Lúxemborgar í byrjun mánaðarins á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. Þar var starfsmönnum þjappað saman með því að taka klappið góða. Þá fóru tveir úr Tólfunni til Englands um helgina þar sem niðurlæging enska landsliðsins var fullkomnuð þegar víkingaklappið var tekið á hátíð BBC þar sem íþróttamaður ársins var kynntur. Fleiri hefðu geta farið út en komust ekki vegna vinnu. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar, segir að frekari landvinningar séu ekki á dagskrá en töluvert sé hringt til að fá meðlimi til að taka klappið góða. „Ég hef farið í brúðkaup og afmæli til að taka þetta og ég veit að aðrir úr Tólfunni hafa líka verið að taka þetta að sér. Víkingaklappið er í raun sameiningartákn og mér finnst eins og heimurinn sé að taka meira eftir því en við Íslendingar. Það eru komin einhver fimm eða sex nöfn yfir það og fólk er almennt frekar hrifið af fyrir hvað það stendur.“Landsliðið tekur víkingaklappið margfræga eftir leikinn gegn Austurríki. Fréttablaðið/VilhelmTólfan kemur til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, en verðlaunin verða veitt þann 9. janúar. Þar verður Benjamín að öllum líkindum ásamt Styrmi Gíslasyni, sem er einn af stofnmeðlimum Tólfunnar. „Það eru samskipti á milli FIFA, KSÍ og Tólfunnar um hvort við séum að fara. Það er alveg líklegt og verður ekkert nema skemmtilegt. Ég náði að sannfæra Styrmi um helgina um að koma með, sem er snilld.“ Fótboltagoðsagnirnar Zvonimir Boban, Marta, Gabriel Batistuta og Vladimir Petkovic fengu það verkefni að velja þrjá stuðningshópa sem voru tilnefndir í ár. Aðrir tilnefndir eru stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund sameiginlega fyrir frammistöðu sína í Evrópuleik liðanna sem og stuðningsmenn ADO Den Haag fyrir að koma færandi hendi á leik á móti Feyenoord í hollensku deildinni. Þeir komu með mikinn fjölda af leikfangadýrum og hentu til stuðningsmanna Feyenoord sem sátu fyrir neðan þá í stúkunni en það voru börn frá Sophia-barnaspítalanum í Rotterdam. „Við erum með stórar hugmyndir á okkar borði sem ég get ekki alveg sagt frá. Við viljum og erum að reyna að stýra þessu þannig að þetta verði ekki þreytt. Landsliðsmennirnir eru meira segja farnir að segja það í viðtölum og við viljum það ekki. Við erum komnir í það að neita og farnir að neita eins og við séum einhverjar rokkstjörnur. Það er rómantík á bak við klappið og Tólfuna og við viljum halda í hana.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira