Björgunarsveitirnar maður ársins á Rás 2 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2016 18:22 Björgunarsveitirnar hafa farið mikinn undanfarnar vikur við leit að fólki, þá sérstaklega rjúpnaveiðiskyttum. Vísir/Anton Björgunarsveitir slysvarnafélagsins Landsbjargar komu, sáu og sigruðu í vali hlustenda Rásar 2 á manni ársins. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu í dag. Fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson varð í öðru sæti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknar og fyrrverandi forsætisráðherra, í því þriðja. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu sökum deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur vera ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. var einmitt í fararbroddi í umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkissjónvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV sem stendur við allan sinn fréttaflutning. Talið hafði verið líklegt að Sigmundur Davíð myndi fara með sigur af hólmi í kjörinu og voru margir spenntir hvernig verðlaunaafhendingin færi fram. Ekkert verður af því. Ekki kemur fram á vef RÚV hvernig atkvæðin skiptust en metþátttaka var í kjörinu þar sem tuttugu þúsund atkvæði bárust. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Björgunarsveitir slysvarnafélagsins Landsbjargar komu, sáu og sigruðu í vali hlustenda Rásar 2 á manni ársins. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu í dag. Fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson varð í öðru sæti og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknar og fyrrverandi forsætisráðherra, í því þriðja. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu sökum deilna Sigmundar Davíðs við RÚV vegna þess sem hann telur vera ósanngjarna umfjöllun um sig á árinu sem senn er að líða. Er hann sérstaklega ósáttur við umfjöllun í tengslum við félagið Wintris. Jóhannes Kr. var einmitt í fararbroddi í umfjöllun Reykjavík Media í samstarfi við Kastljós og sænska ríkissjónvarpið við úrvinnslu gagna úr Panama-lekanum þaðan sem upplýsingarnar um umrætt félag komu fram. Sigmundur hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá RÚV sem stendur við allan sinn fréttaflutning. Talið hafði verið líklegt að Sigmundur Davíð myndi fara með sigur af hólmi í kjörinu og voru margir spenntir hvernig verðlaunaafhendingin færi fram. Ekkert verður af því. Ekki kemur fram á vef RÚV hvernig atkvæðin skiptust en metþátttaka var í kjörinu þar sem tuttugu þúsund atkvæði bárust.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26 Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30 Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu. 29. desember 2016 12:26
Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Þingmaður Framsóknarflokksins var valinn maður ársins í kosningu á Útvarpi Sögu. 28. desember 2016 17:30
Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin. 29. desember 2016 08:06