Svíar höfðu betur gegn Norðmönnum, 27-25, í vináttulandsleik í Kristanstad í gær. Þetta var annar sigur sænska liðsins á því norska á jafnmörgum dögum.
Leikirnir eru liður í undirbúningi sænska liðsins fyrir HM í Frakklandi.
Þjálfari Svía er Kristján Andrésson en sænska liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína síðan hann tók við því síðasta haust.
Hornamaðurinn Jerry Tollbring var markahæstur í sænska liðinu í leiknum í gær með sex mörk. Leikurinn fór fram á heimavelli hans í Kristianstad þar sem hann leikur með íslensku landsliðsmönnunum Arnari Frey Arnarssyni, Gunnari Steini Jónssyni og Ólafi Guðmundssyni.
Svíar ljúka undirbúningi sínum fyrir HM þegar þeir mæta Síle í Malmö annað kvöld.
Svíþjóð er með Danmörku, Katar, Egyptalandi, Barein og Egyptalandi í riðli á HM. Fyrsti leikur Svía er gegn Barein á föstudaginn.

