Körfubolti

Annar sigur Memphis á Golden State | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Conley tryggði Memphis framlengingu gegn Golden State.
Mike Conley tryggði Memphis framlengingu gegn Golden State. vísir/afp
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir og vann Golden State Warriors í annað sinn á tímabilinu, 119-128.

Golden State var með yfirhöndina lengst af og var 24 stigum yfir í seinni hálfleik. En leikmenn Memphis gáfust ekki upp og knúðu fram framlengingu sem þeir unnu svo 17-8.

Mike Conley skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar í liði Memphis sem hefur verið mjög sterkt í jöfnum leikjum í vetur. Zach Randolph skilaði einnig 27 stigum, auk 11 frákasta og sex stoðsendinga.

Stephen Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State en það dugði ekki til.

LeBron James skoraði 36 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Brooklyn Nets á útivelli, 108-116. Kyrie Irving kom næstur í liði Cleveland með 32 stig.

Boston Celtics vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn. Lokatölur 110-106, Boston í vil.

Avery Bradley skoraði 26 stig fyrir Boston sem er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Isiah Thomas kom næstur með 24 stig.

Úrslitin í nótt:

Golden State 119-128 Memphis

Brooklyn 108-116 Cleveland

Boston 110-106 Philadelphia

Washington 112-105 Minnesota

Orlando 93-100 Houston

Milwaukee 111-116 NY Knicks

LA Lakers 127-100 Miami

Sacramento 98-106 LA Clippers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×