Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana á fundi þingnefndar á fimmtudaginn. Fréttablaðið/EPA Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Til stóð að Donald Trump fengi ítarlegar upplýsingar um þetta frá leyniþjónustunni, til að byrja með í trúnaði, en á mánudaginn verður birt opinberlega skýrsla bandarísku leyniþjónustunnar um málið. Donald Trump hefur hingað til efast um að Rússar hafi komið nálægt lekanum, og virðist frekar hafa lagt trúnað á rússnesk en bandarísk stjórnvöld. Þá hefur Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarvefsins Wikileaks, fullyrt að lekinn hafi ekki borist frá rússneskum stjórnvöldum. Yfirmenn bandarísku leyniþjónustunnar hafa hins vegar svarað Trump fullum hálsi og gagnrýna hann fyrir að draga trúverðugleika þeirra í efa: „Það er munur á að efast og að níða skóinn niður af fólki,“ sagði James Clapper, yfirmaður bandarísku leyniþjónustustofnananna, í yfirheyrslu hjá hermálanefnd Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þá segir Joe Biden, sem enn er varaforseti Bandaríkjanna, það fyrir neðan allar hellur að verðandi forseti skuli ekki hafa fulla trú á leyniþjónustunni. Þá sagði Biden tíma kominn til þess að Trump fari að fullorðnast, enda fari Bandaríkjaþing brátt að grandskoða þau mál sem hann vill hrinda í framkvæmd: Sjálfur ber Trump það til baka á Twitter-síðu sinni að hann treysti ekki leyniþjónustunni eða sé sammála Julian Assange: „Ég segi bara það sem hann segir, svo þarf fólk sjálft að taka afstöðu til þess hver sannleikurinn er. Fjölmiðlarnir ljúga til að láta líta svo út að ég sé á móti leyniþjónustunni þegar staðreyndin er sú að ég er mikill aðdáandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Til stóð að Donald Trump fengi ítarlegar upplýsingar um þetta frá leyniþjónustunni, til að byrja með í trúnaði, en á mánudaginn verður birt opinberlega skýrsla bandarísku leyniþjónustunnar um málið. Donald Trump hefur hingað til efast um að Rússar hafi komið nálægt lekanum, og virðist frekar hafa lagt trúnað á rússnesk en bandarísk stjórnvöld. Þá hefur Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarvefsins Wikileaks, fullyrt að lekinn hafi ekki borist frá rússneskum stjórnvöldum. Yfirmenn bandarísku leyniþjónustunnar hafa hins vegar svarað Trump fullum hálsi og gagnrýna hann fyrir að draga trúverðugleika þeirra í efa: „Það er munur á að efast og að níða skóinn niður af fólki,“ sagði James Clapper, yfirmaður bandarísku leyniþjónustustofnananna, í yfirheyrslu hjá hermálanefnd Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þá segir Joe Biden, sem enn er varaforseti Bandaríkjanna, það fyrir neðan allar hellur að verðandi forseti skuli ekki hafa fulla trú á leyniþjónustunni. Þá sagði Biden tíma kominn til þess að Trump fari að fullorðnast, enda fari Bandaríkjaþing brátt að grandskoða þau mál sem hann vill hrinda í framkvæmd: Sjálfur ber Trump það til baka á Twitter-síðu sinni að hann treysti ekki leyniþjónustunni eða sé sammála Julian Assange: „Ég segi bara það sem hann segir, svo þarf fólk sjálft að taka afstöðu til þess hver sannleikurinn er. Fjölmiðlarnir ljúga til að láta líta svo út að ég sé á móti leyniþjónustunni þegar staðreyndin er sú að ég er mikill aðdáandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira