Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Grindavík 96-85 | Tobin áfram í túrbó-gírnum á nýju ári Sindri Freyr Ágústsson í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn skrifar 6. janúar 2017 20:30 Tobin Carberry, leikstjórnandi Þórs Þ. Vísir/Ernir Tobin Carberry átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn vann ellefu stiga sigur á Grindavík, 96-85, í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Tobin Carberry endaði leikinn með 35 stig og 16 fráköst og hefur þar með skorað samanlagt 106 stig í síðustu þremur leikjum sínum í Domino´s deildinni. Þórsarar þurftu að hafa mikið fyrir þessum sigri því Grindvíkingar stóðu í þeim alveg þangað til í lokin þegar heimamenn náðu fínu forskoti sem dugði þeim til að sækja stigin tvö.Afhverju vann Þór? Ein aðal ástæðan fyrir því að Þór vann þennan leik voru góð skot hjá þeim undir lokin og svo slæm skot gestanna. Grindvíkingar voru að reyna hetjuskot í nánast hverri einustu sókn í fjórða leikhluta, hetjuskotin voru ekki að detta ofan í og leiddi það til þess að þeir töpuðu leiknum. Liðsandinn hjá Þórsörum var mikill og menn hvöttu hvorn annan áfram í staðinn fyrir að vera neikvæðir og vera skammast í hvor öðrum. Grindavík voru yfir fyrri part leiks en eftir að heimamenn komust yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þá stigu þeir aldrei á bremsuna og héldu gestunum frá Grindavík aldrei aftur yfir sig og kláruðu leikinn þannig.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var án nokkurs vafa allra besti leikmaður vallarins, hann skoraði 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Þessi trölla tvenna hjá Tobin var algjör lykill að sigrinum hjá Þórsörum. Maciej Baginski steig vel upp seinni part leiks og endaði með 17 stig og svo var Ólafur Helgi einnig fínn í dag, hann skoraði 15 stig. Hjá gestunum var það Dagur Kár sem var atkvæðamestur með 21 stig, hann skoraði úr 7 af 12 skotum sínum sem verður að teljast vera mjög fín nýting. Óli Óla átti fínasta leik en hann náði tvennu með 18 stig og 10 fráköst. Lewis Clinch var ekki líkur sjálfum sér í kvöld og skoraði hann aðeins 13 stig sem er slappt fyrir mann á hans mælikvarða.Hvað gekk illa? Grindavík hefðu þurft að fá meira út úr Lewis Clinch af því að þegar lið fá bara 13 stig frá sínum besta leikmanni þá er erfitt að vinna leiki. Bæði lið voru að spila frekar lélegan varnarleik og það er hlutur sem bæði lið þurfa að laga fyrir næstu leiki.Jóhann: Alltaf leiðinlegt að tapa „Það er alltaf leiðinlegt að tapa, það skiptir ekki máli hvaða dagur er það bara alltaf leiðinlegt að tapa það er bara þannig, “ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur eftir tapið í kvöld á móti Þór frá Þorlákshöfn. Jóhann var ekki sáttur með varnarleikinn og ákvarðanir sem hans menn voru að taka í lokin. „Við vorum aðallega slappir varnarlega í kvöld og svo þegar leikurinn er alveg í járnum í lokin þá tökum við bara léleg skot og ákvörðunartaka í sókninni alveg út úr kortinu, það felldi okkur í kvöld, “ sagði Jóhann aðpruður um hvað það var sem klikkaði í kvöld.Einar Árni: Mjög góður og mikilvægur sigur „Þetta var mjög góður og mikilvægur sigur í þessum mjög þétta pakka neðstu 8 liðana, þetta vara virkilega ánægjulegt að fá þennan baráttu sigur. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en við gerðum nóg til að vinna, “ sagði Einar Árni Jóhannesson, þjálfari heimamanna, um mikilvægi sigursins í kvöld. Einar var ánægður með Tobin Carberry í kvöld og sagði að það væri mjög dýrmætt að hafa svona mann. „Það er gríðarlega dýrmætt að hafa svona mann eins og Tobin. Það vita það allir að það eru settar miklar kröfur á erlenda leikmenn í liðunum og ég held ég telji rétt þegar ég segi að það séu 8 af 12 liðum búin að skipta um erlendan leikmann hingað til og hann er þá einn af fjórum sem eru hérna enn, “ sagði Einar.Maciej: Við tökum bara einn leik í einu „Það er mjög gott að byrja árið með sigri, við erum búnir að vera að vinna í þessu fríinu og þetta var bara það sem við áttum skilið núna, “ sagði Maciej um hversu gott væri að vinna fyrsta leik ársins. Fyrir leikinn voru Þórsarar ekki í úrslitakeppnissæti en komust í 5-8 sæti með sigrinum. Maciej sagði að þeir væru ekkert að hugsa um það núna. „Við tökum bara einn leik í einu og það er bara næsti leikur núna, það er ekkert meira sem við spáum í en það, “ sagði Maciej. „Við þurfum að spila miklu betri vörn ef við ætlum að vinna á útivelli á móti Keflavík, “ sagði Maciej um hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik. Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
Tobin Carberry átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn vann ellefu stiga sigur á Grindavík, 96-85, í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Tobin Carberry endaði leikinn með 35 stig og 16 fráköst og hefur þar með skorað samanlagt 106 stig í síðustu þremur leikjum sínum í Domino´s deildinni. Þórsarar þurftu að hafa mikið fyrir þessum sigri því Grindvíkingar stóðu í þeim alveg þangað til í lokin þegar heimamenn náðu fínu forskoti sem dugði þeim til að sækja stigin tvö.Afhverju vann Þór? Ein aðal ástæðan fyrir því að Þór vann þennan leik voru góð skot hjá þeim undir lokin og svo slæm skot gestanna. Grindvíkingar voru að reyna hetjuskot í nánast hverri einustu sókn í fjórða leikhluta, hetjuskotin voru ekki að detta ofan í og leiddi það til þess að þeir töpuðu leiknum. Liðsandinn hjá Þórsörum var mikill og menn hvöttu hvorn annan áfram í staðinn fyrir að vera neikvæðir og vera skammast í hvor öðrum. Grindavík voru yfir fyrri part leiks en eftir að heimamenn komust yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þá stigu þeir aldrei á bremsuna og héldu gestunum frá Grindavík aldrei aftur yfir sig og kláruðu leikinn þannig.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var án nokkurs vafa allra besti leikmaður vallarins, hann skoraði 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Þessi trölla tvenna hjá Tobin var algjör lykill að sigrinum hjá Þórsörum. Maciej Baginski steig vel upp seinni part leiks og endaði með 17 stig og svo var Ólafur Helgi einnig fínn í dag, hann skoraði 15 stig. Hjá gestunum var það Dagur Kár sem var atkvæðamestur með 21 stig, hann skoraði úr 7 af 12 skotum sínum sem verður að teljast vera mjög fín nýting. Óli Óla átti fínasta leik en hann náði tvennu með 18 stig og 10 fráköst. Lewis Clinch var ekki líkur sjálfum sér í kvöld og skoraði hann aðeins 13 stig sem er slappt fyrir mann á hans mælikvarða.Hvað gekk illa? Grindavík hefðu þurft að fá meira út úr Lewis Clinch af því að þegar lið fá bara 13 stig frá sínum besta leikmanni þá er erfitt að vinna leiki. Bæði lið voru að spila frekar lélegan varnarleik og það er hlutur sem bæði lið þurfa að laga fyrir næstu leiki.Jóhann: Alltaf leiðinlegt að tapa „Það er alltaf leiðinlegt að tapa, það skiptir ekki máli hvaða dagur er það bara alltaf leiðinlegt að tapa það er bara þannig, “ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur eftir tapið í kvöld á móti Þór frá Þorlákshöfn. Jóhann var ekki sáttur með varnarleikinn og ákvarðanir sem hans menn voru að taka í lokin. „Við vorum aðallega slappir varnarlega í kvöld og svo þegar leikurinn er alveg í járnum í lokin þá tökum við bara léleg skot og ákvörðunartaka í sókninni alveg út úr kortinu, það felldi okkur í kvöld, “ sagði Jóhann aðpruður um hvað það var sem klikkaði í kvöld.Einar Árni: Mjög góður og mikilvægur sigur „Þetta var mjög góður og mikilvægur sigur í þessum mjög þétta pakka neðstu 8 liðana, þetta vara virkilega ánægjulegt að fá þennan baráttu sigur. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en við gerðum nóg til að vinna, “ sagði Einar Árni Jóhannesson, þjálfari heimamanna, um mikilvægi sigursins í kvöld. Einar var ánægður með Tobin Carberry í kvöld og sagði að það væri mjög dýrmætt að hafa svona mann. „Það er gríðarlega dýrmætt að hafa svona mann eins og Tobin. Það vita það allir að það eru settar miklar kröfur á erlenda leikmenn í liðunum og ég held ég telji rétt þegar ég segi að það séu 8 af 12 liðum búin að skipta um erlendan leikmann hingað til og hann er þá einn af fjórum sem eru hérna enn, “ sagði Einar.Maciej: Við tökum bara einn leik í einu „Það er mjög gott að byrja árið með sigri, við erum búnir að vera að vinna í þessu fríinu og þetta var bara það sem við áttum skilið núna, “ sagði Maciej um hversu gott væri að vinna fyrsta leik ársins. Fyrir leikinn voru Þórsarar ekki í úrslitakeppnissæti en komust í 5-8 sæti með sigrinum. Maciej sagði að þeir væru ekkert að hugsa um það núna. „Við tökum bara einn leik í einu og það er bara næsti leikur núna, það er ekkert meira sem við spáum í en það, “ sagði Maciej. „Við þurfum að spila miklu betri vörn ef við ætlum að vinna á útivelli á móti Keflavík, “ sagði Maciej um hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik.
Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira