Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Grindavík 96-85 | Tobin áfram í túrbó-gírnum á nýju ári Sindri Freyr Ágústsson í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn skrifar 6. janúar 2017 20:30 Tobin Carberry, leikstjórnandi Þórs Þ. Vísir/Ernir Tobin Carberry átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn vann ellefu stiga sigur á Grindavík, 96-85, í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Tobin Carberry endaði leikinn með 35 stig og 16 fráköst og hefur þar með skorað samanlagt 106 stig í síðustu þremur leikjum sínum í Domino´s deildinni. Þórsarar þurftu að hafa mikið fyrir þessum sigri því Grindvíkingar stóðu í þeim alveg þangað til í lokin þegar heimamenn náðu fínu forskoti sem dugði þeim til að sækja stigin tvö.Afhverju vann Þór? Ein aðal ástæðan fyrir því að Þór vann þennan leik voru góð skot hjá þeim undir lokin og svo slæm skot gestanna. Grindvíkingar voru að reyna hetjuskot í nánast hverri einustu sókn í fjórða leikhluta, hetjuskotin voru ekki að detta ofan í og leiddi það til þess að þeir töpuðu leiknum. Liðsandinn hjá Þórsörum var mikill og menn hvöttu hvorn annan áfram í staðinn fyrir að vera neikvæðir og vera skammast í hvor öðrum. Grindavík voru yfir fyrri part leiks en eftir að heimamenn komust yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þá stigu þeir aldrei á bremsuna og héldu gestunum frá Grindavík aldrei aftur yfir sig og kláruðu leikinn þannig.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var án nokkurs vafa allra besti leikmaður vallarins, hann skoraði 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Þessi trölla tvenna hjá Tobin var algjör lykill að sigrinum hjá Þórsörum. Maciej Baginski steig vel upp seinni part leiks og endaði með 17 stig og svo var Ólafur Helgi einnig fínn í dag, hann skoraði 15 stig. Hjá gestunum var það Dagur Kár sem var atkvæðamestur með 21 stig, hann skoraði úr 7 af 12 skotum sínum sem verður að teljast vera mjög fín nýting. Óli Óla átti fínasta leik en hann náði tvennu með 18 stig og 10 fráköst. Lewis Clinch var ekki líkur sjálfum sér í kvöld og skoraði hann aðeins 13 stig sem er slappt fyrir mann á hans mælikvarða.Hvað gekk illa? Grindavík hefðu þurft að fá meira út úr Lewis Clinch af því að þegar lið fá bara 13 stig frá sínum besta leikmanni þá er erfitt að vinna leiki. Bæði lið voru að spila frekar lélegan varnarleik og það er hlutur sem bæði lið þurfa að laga fyrir næstu leiki.Jóhann: Alltaf leiðinlegt að tapa „Það er alltaf leiðinlegt að tapa, það skiptir ekki máli hvaða dagur er það bara alltaf leiðinlegt að tapa það er bara þannig, “ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur eftir tapið í kvöld á móti Þór frá Þorlákshöfn. Jóhann var ekki sáttur með varnarleikinn og ákvarðanir sem hans menn voru að taka í lokin. „Við vorum aðallega slappir varnarlega í kvöld og svo þegar leikurinn er alveg í járnum í lokin þá tökum við bara léleg skot og ákvörðunartaka í sókninni alveg út úr kortinu, það felldi okkur í kvöld, “ sagði Jóhann aðpruður um hvað það var sem klikkaði í kvöld.Einar Árni: Mjög góður og mikilvægur sigur „Þetta var mjög góður og mikilvægur sigur í þessum mjög þétta pakka neðstu 8 liðana, þetta vara virkilega ánægjulegt að fá þennan baráttu sigur. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en við gerðum nóg til að vinna, “ sagði Einar Árni Jóhannesson, þjálfari heimamanna, um mikilvægi sigursins í kvöld. Einar var ánægður með Tobin Carberry í kvöld og sagði að það væri mjög dýrmætt að hafa svona mann. „Það er gríðarlega dýrmætt að hafa svona mann eins og Tobin. Það vita það allir að það eru settar miklar kröfur á erlenda leikmenn í liðunum og ég held ég telji rétt þegar ég segi að það séu 8 af 12 liðum búin að skipta um erlendan leikmann hingað til og hann er þá einn af fjórum sem eru hérna enn, “ sagði Einar.Maciej: Við tökum bara einn leik í einu „Það er mjög gott að byrja árið með sigri, við erum búnir að vera að vinna í þessu fríinu og þetta var bara það sem við áttum skilið núna, “ sagði Maciej um hversu gott væri að vinna fyrsta leik ársins. Fyrir leikinn voru Þórsarar ekki í úrslitakeppnissæti en komust í 5-8 sæti með sigrinum. Maciej sagði að þeir væru ekkert að hugsa um það núna. „Við tökum bara einn leik í einu og það er bara næsti leikur núna, það er ekkert meira sem við spáum í en það, “ sagði Maciej. „Við þurfum að spila miklu betri vörn ef við ætlum að vinna á útivelli á móti Keflavík, “ sagði Maciej um hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik. Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira
Tobin Carberry átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn vann ellefu stiga sigur á Grindavík, 96-85, í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Tobin Carberry endaði leikinn með 35 stig og 16 fráköst og hefur þar með skorað samanlagt 106 stig í síðustu þremur leikjum sínum í Domino´s deildinni. Þórsarar þurftu að hafa mikið fyrir þessum sigri því Grindvíkingar stóðu í þeim alveg þangað til í lokin þegar heimamenn náðu fínu forskoti sem dugði þeim til að sækja stigin tvö.Afhverju vann Þór? Ein aðal ástæðan fyrir því að Þór vann þennan leik voru góð skot hjá þeim undir lokin og svo slæm skot gestanna. Grindvíkingar voru að reyna hetjuskot í nánast hverri einustu sókn í fjórða leikhluta, hetjuskotin voru ekki að detta ofan í og leiddi það til þess að þeir töpuðu leiknum. Liðsandinn hjá Þórsörum var mikill og menn hvöttu hvorn annan áfram í staðinn fyrir að vera neikvæðir og vera skammast í hvor öðrum. Grindavík voru yfir fyrri part leiks en eftir að heimamenn komust yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þá stigu þeir aldrei á bremsuna og héldu gestunum frá Grindavík aldrei aftur yfir sig og kláruðu leikinn þannig.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var án nokkurs vafa allra besti leikmaður vallarins, hann skoraði 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Þessi trölla tvenna hjá Tobin var algjör lykill að sigrinum hjá Þórsörum. Maciej Baginski steig vel upp seinni part leiks og endaði með 17 stig og svo var Ólafur Helgi einnig fínn í dag, hann skoraði 15 stig. Hjá gestunum var það Dagur Kár sem var atkvæðamestur með 21 stig, hann skoraði úr 7 af 12 skotum sínum sem verður að teljast vera mjög fín nýting. Óli Óla átti fínasta leik en hann náði tvennu með 18 stig og 10 fráköst. Lewis Clinch var ekki líkur sjálfum sér í kvöld og skoraði hann aðeins 13 stig sem er slappt fyrir mann á hans mælikvarða.Hvað gekk illa? Grindavík hefðu þurft að fá meira út úr Lewis Clinch af því að þegar lið fá bara 13 stig frá sínum besta leikmanni þá er erfitt að vinna leiki. Bæði lið voru að spila frekar lélegan varnarleik og það er hlutur sem bæði lið þurfa að laga fyrir næstu leiki.Jóhann: Alltaf leiðinlegt að tapa „Það er alltaf leiðinlegt að tapa, það skiptir ekki máli hvaða dagur er það bara alltaf leiðinlegt að tapa það er bara þannig, “ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur eftir tapið í kvöld á móti Þór frá Þorlákshöfn. Jóhann var ekki sáttur með varnarleikinn og ákvarðanir sem hans menn voru að taka í lokin. „Við vorum aðallega slappir varnarlega í kvöld og svo þegar leikurinn er alveg í járnum í lokin þá tökum við bara léleg skot og ákvörðunartaka í sókninni alveg út úr kortinu, það felldi okkur í kvöld, “ sagði Jóhann aðpruður um hvað það var sem klikkaði í kvöld.Einar Árni: Mjög góður og mikilvægur sigur „Þetta var mjög góður og mikilvægur sigur í þessum mjög þétta pakka neðstu 8 liðana, þetta vara virkilega ánægjulegt að fá þennan baráttu sigur. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en við gerðum nóg til að vinna, “ sagði Einar Árni Jóhannesson, þjálfari heimamanna, um mikilvægi sigursins í kvöld. Einar var ánægður með Tobin Carberry í kvöld og sagði að það væri mjög dýrmætt að hafa svona mann. „Það er gríðarlega dýrmætt að hafa svona mann eins og Tobin. Það vita það allir að það eru settar miklar kröfur á erlenda leikmenn í liðunum og ég held ég telji rétt þegar ég segi að það séu 8 af 12 liðum búin að skipta um erlendan leikmann hingað til og hann er þá einn af fjórum sem eru hérna enn, “ sagði Einar.Maciej: Við tökum bara einn leik í einu „Það er mjög gott að byrja árið með sigri, við erum búnir að vera að vinna í þessu fríinu og þetta var bara það sem við áttum skilið núna, “ sagði Maciej um hversu gott væri að vinna fyrsta leik ársins. Fyrir leikinn voru Þórsarar ekki í úrslitakeppnissæti en komust í 5-8 sæti með sigrinum. Maciej sagði að þeir væru ekkert að hugsa um það núna. „Við tökum bara einn leik í einu og það er bara næsti leikur núna, það er ekkert meira sem við spáum í en það, “ sagði Maciej. „Við þurfum að spila miklu betri vörn ef við ætlum að vinna á útivelli á móti Keflavík, “ sagði Maciej um hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira