Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð.
Félagið tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Janus Daða og hann mun ganga í raðir félagsins næsta sumar.
Þar mun hann hitta fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson og leikmennina Arnór Atlason og Stefán Rafn Sigurmannsson. Álaborg er í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Janus Daði spilaði sem unglingur með liði Árósa og þekkir því vel til í Danmörku.
Þessi skemmtilegi 22 ára gamli leikmaður verður svo væntanlega á ferðinni með landsliðinu í dag er það mætir Ungverjalandi.
Janus Daði búinn að semja við Álaborg
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
