Kuznetsov kallaður aftur til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2017 10:41 Flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist ætla að draga úr hernaðarlegum umsvifum ríkisins í Sýrlandi. Fyrsta skrefið verður að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, og önnur skip, aftur til Rússlands. Hershöfðinginn Valery Gerasimov tilkynnti þetta í dag og sagði ákvörðunina hafa verið tekna af Vladimir Putin, forseta Rússlands, þann 29. desember. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og stjórnarher hans í átökum í Sýrlandi í rúmt ár. Stjórnarherinn tók Aleppo úr höndum uppreisnarhópa í síðasta mánuði og vopnahlé sem runnið er undan rifjum Rússa og Tyrkja hefur nú verið í gildi í tæpa viku. Gerasimov tók þó ekki fram hve umfangsmikil fækkun herliðsins í Sýrlandi á að vera.Kuznetsov er eina flugmóðurskip Rússlands og kom það að ströndum Sýrlands um miðjan nóvembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem að skipið hefur verið notað til bardagaaðgerða og tvær orrustuþotur af þeim fimmtán sem hafa verið á flugmóðurskipinu fórust í þeim aðgerðum.SU-33 þota brotlenti í miðjarðarhafið í desember á leið til Kuznetsov eftir loftárásir í Sýrlandi. Þá brotlenti MiG-29 í sjónum þegar flugmaður hennar reyndi að lenda á Kuznetsov. Skömmu eftir að flugmóðurskipið kom að ströndum Sýrlands bárust fregnir af því að flugvélar skipsins væru komnar í land og að þeim væri þess í stað flogið frá Humaymim herstöðinni í Latakia héraði. Því hefur verið haldið fram að ferðalag skipsins til Sýrlands hafi í raun verið auglýsingabrella.Kutznetsov var tekinn í notkun í desember 1985 og er því kominn til ára sinna. Í síðasta mánuði sagði TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, að aðgerðir flugmóðurskipsins í Sýrlandi myndu hjálpa til við þróun og smíði nýs flugmóðurskips.Varnarmálaráðuneyti Rússlands, birti þetta myndband af flugmóðurskipinu á miðvikudaginn. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist ætla að draga úr hernaðarlegum umsvifum ríkisins í Sýrlandi. Fyrsta skrefið verður að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, og önnur skip, aftur til Rússlands. Hershöfðinginn Valery Gerasimov tilkynnti þetta í dag og sagði ákvörðunina hafa verið tekna af Vladimir Putin, forseta Rússlands, þann 29. desember. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og stjórnarher hans í átökum í Sýrlandi í rúmt ár. Stjórnarherinn tók Aleppo úr höndum uppreisnarhópa í síðasta mánuði og vopnahlé sem runnið er undan rifjum Rússa og Tyrkja hefur nú verið í gildi í tæpa viku. Gerasimov tók þó ekki fram hve umfangsmikil fækkun herliðsins í Sýrlandi á að vera.Kuznetsov er eina flugmóðurskip Rússlands og kom það að ströndum Sýrlands um miðjan nóvembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem að skipið hefur verið notað til bardagaaðgerða og tvær orrustuþotur af þeim fimmtán sem hafa verið á flugmóðurskipinu fórust í þeim aðgerðum.SU-33 þota brotlenti í miðjarðarhafið í desember á leið til Kuznetsov eftir loftárásir í Sýrlandi. Þá brotlenti MiG-29 í sjónum þegar flugmaður hennar reyndi að lenda á Kuznetsov. Skömmu eftir að flugmóðurskipið kom að ströndum Sýrlands bárust fregnir af því að flugvélar skipsins væru komnar í land og að þeim væri þess í stað flogið frá Humaymim herstöðinni í Latakia héraði. Því hefur verið haldið fram að ferðalag skipsins til Sýrlands hafi í raun verið auglýsingabrella.Kutznetsov var tekinn í notkun í desember 1985 og er því kominn til ára sinna. Í síðasta mánuði sagði TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, að aðgerðir flugmóðurskipsins í Sýrlandi myndu hjálpa til við þróun og smíði nýs flugmóðurskips.Varnarmálaráðuneyti Rússlands, birti þetta myndband af flugmóðurskipinu á miðvikudaginn.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47
Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39
Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26