Ekki búið að raða í ráðherrastóla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. janúar 2017 22:22 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“ Kosningar 2016 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“
Kosningar 2016 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels