Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 19:00 Geir Þorsteinsson tilkynnti í dag að hann muni ekki bjóða sig fram til formannsembættis Knattspyrnusambands Íslands eins og hefur verið fjallað um á Vísi í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tíu ár og starfað linnulaust hjá KSÍ undanfarin 24 ár. „Þetta hefur verið langur tími og starfið krefjandi og slítandi. Maður þarf að vera sannfærður um að hafa kraft og dug til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Geir fékk mótframboð seint á síðasta ári þegar Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, tilkynnti framboð sitt. Þá er Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig að íhuga framboð. Sjá einnig: Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Geir segir að sú umræða hafi vakið hann til umhugsunar, sem og framboð Guðna. „Það opnaðist líf í framboðsmálum sem ég átti ekki von á eftir gott gengi en þannig er það bara. Þess vegna lagðist ég undir feld á milli jóla og áramóta og hugsaði minn gang. Hvað væri rétt að gera, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Formaðurinn segist ver að skila góðu búi af sér. Bæði hafi knattspyrnulandsliðin aldrei staðið sig betur innan vallarins og að fjármál KSÍ hafi aldrei verið í betra horfi. Hann segir að almenn umræða hafi veirð í knattspyrnuhreyfingunni um að takmarka setu þeirra sem gegna forystuhlutverkum. Það hafi haft sitt að segja. Geir er þó með opinn hug fyrir því að halda framboði sínu til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til streitu. Sjá einnig: Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ segir Geir sem segist hafa fengið sterk viðbrögð við ákvörðun sinni. „Það var pressa á mér að halda áfram og ég er að valda mörgum vonbrigðum. En ég verð að vera sáttur við mína ákvörðun sjálfur og ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að stíga til hliðar.“ KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson tilkynnti í dag að hann muni ekki bjóða sig fram til formannsembættis Knattspyrnusambands Íslands eins og hefur verið fjallað um á Vísi í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tíu ár og starfað linnulaust hjá KSÍ undanfarin 24 ár. „Þetta hefur verið langur tími og starfið krefjandi og slítandi. Maður þarf að vera sannfærður um að hafa kraft og dug til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Geir fékk mótframboð seint á síðasta ári þegar Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, tilkynnti framboð sitt. Þá er Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig að íhuga framboð. Sjá einnig: Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Geir segir að sú umræða hafi vakið hann til umhugsunar, sem og framboð Guðna. „Það opnaðist líf í framboðsmálum sem ég átti ekki von á eftir gott gengi en þannig er það bara. Þess vegna lagðist ég undir feld á milli jóla og áramóta og hugsaði minn gang. Hvað væri rétt að gera, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Formaðurinn segist ver að skila góðu búi af sér. Bæði hafi knattspyrnulandsliðin aldrei staðið sig betur innan vallarins og að fjármál KSÍ hafi aldrei verið í betra horfi. Hann segir að almenn umræða hafi veirð í knattspyrnuhreyfingunni um að takmarka setu þeirra sem gegna forystuhlutverkum. Það hafi haft sitt að segja. Geir er þó með opinn hug fyrir því að halda framboði sínu til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til streitu. Sjá einnig: Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ segir Geir sem segist hafa fengið sterk viðbrögð við ákvörðun sinni. „Það var pressa á mér að halda áfram og ég er að valda mörgum vonbrigðum. En ég verð að vera sáttur við mína ákvörðun sjálfur og ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að stíga til hliðar.“
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira