Engin lækning hefur fundist Haukur Örn Birgisson skrifar 4. janúar 2017 07:00 Þegar nýr kylfingur byrjar í golfi er oft talað um að viðkomandi hafi smitast af golfbakteríunni. Ég leyfi mér að fullyrða að íslenska þjóðin er golfsjúk um þessar mundir en sjúkdómseinkennin eru hins vegar afar jákvæð: Holl hreyfing og góð útivera með vott af frábærum félagsskap vina og fjölskyldu. Árið sem nú er nýliðið var líklegast það besta í íslenskri golfsögu. Íslenskum kylfingum fjölgaði áfram og hafa nú aldrei verið fleiri, íslenskir afrekskylfingar hafa aldrei verið betri og tveir þeirra náðu þeim frábæra árangri að komast inn á sterkustu atvinnumótaraðir heims – þá evrópsku og bandarísku. Stúlkurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru komnar í fremstu röð og munu verða öðrum ungum kylfingum, drengjum og stúlkum, hvatning til frekari framfara. Betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Á Íslandi eru flestir kylfingar heims og þeim býðst að leika á flestum golfvöllum heims – miðað við höfðatölu. Í ákveðnum ljóðrænum skilningi má segja að Íslendingar séu stærsta golfþjóð í heimi. Í þessu felast einstök tækifæri og framtíðin er björt í íslensku golfi. Ekki verður látið staðar numið og þetta ár verður vonandi enn betra. Bakterían heldur áfram að dreifa sér og fleiri smitast á hverju ári. Sem betur fer er engin lækning sjáanleg. Á þessu ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og er sambandið því elsta sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Í sögulegu samhengi er sambandið þó bara á fermingaraldri, enda golfíþróttin mörg hundruð ára gömul. Í tilefni afmælisins langar mig til að bjóða þér í golf. Með því að leggja leið þína í vor á næsta golfvöll muntu uppgötva aðdráttarafl íþróttarinnar og það öfluga félagsstarf sem fyrir hendi er innan hreyfingarinnar. Ég lofa því að móttökurnar verða hlýjar og þú munt sjá hversu auðvelt er að kynnast íþróttinni og smitast í leiðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar nýr kylfingur byrjar í golfi er oft talað um að viðkomandi hafi smitast af golfbakteríunni. Ég leyfi mér að fullyrða að íslenska þjóðin er golfsjúk um þessar mundir en sjúkdómseinkennin eru hins vegar afar jákvæð: Holl hreyfing og góð útivera með vott af frábærum félagsskap vina og fjölskyldu. Árið sem nú er nýliðið var líklegast það besta í íslenskri golfsögu. Íslenskum kylfingum fjölgaði áfram og hafa nú aldrei verið fleiri, íslenskir afrekskylfingar hafa aldrei verið betri og tveir þeirra náðu þeim frábæra árangri að komast inn á sterkustu atvinnumótaraðir heims – þá evrópsku og bandarísku. Stúlkurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru komnar í fremstu röð og munu verða öðrum ungum kylfingum, drengjum og stúlkum, hvatning til frekari framfara. Betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Á Íslandi eru flestir kylfingar heims og þeim býðst að leika á flestum golfvöllum heims – miðað við höfðatölu. Í ákveðnum ljóðrænum skilningi má segja að Íslendingar séu stærsta golfþjóð í heimi. Í þessu felast einstök tækifæri og framtíðin er björt í íslensku golfi. Ekki verður látið staðar numið og þetta ár verður vonandi enn betra. Bakterían heldur áfram að dreifa sér og fleiri smitast á hverju ári. Sem betur fer er engin lækning sjáanleg. Á þessu ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og er sambandið því elsta sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Í sögulegu samhengi er sambandið þó bara á fermingaraldri, enda golfíþróttin mörg hundruð ára gömul. Í tilefni afmælisins langar mig til að bjóða þér í golf. Með því að leggja leið þína í vor á næsta golfvöll muntu uppgötva aðdráttarafl íþróttarinnar og það öfluga félagsstarf sem fyrir hendi er innan hreyfingarinnar. Ég lofa því að móttökurnar verða hlýjar og þú munt sjá hversu auðvelt er að kynnast íþróttinni og smitast í leiðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun