LeBron finnur til með Rondu: „Ég veit hvernig henni líður því ég gekk líka í gegnum þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 09:00 Ronda Rousey er mögulega hætt. vísir/getty Bardagadrottningin Ronda Rousey hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að Amanda Nunes barði hana í klessu í endurkomubardaga Rondu í Las Vegas fyrir helgi. Óvíst er hvort Ronda berjist aftur en það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að ganga frá ofurstjörnunni. Ronda var ekki búin að berjast í rúmt ár þegar hún steig aftur inn í búrið. Hún var ekki lík sjálfri sér og minnti frekar á boxpúða er Nunes, sem virðist líkleg til að halda bantamvigtarbeltinu í einhvern tíma, lét höggin dynja á andliti fyrrverandi meistarans.Sjá einnig:Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Bardagakappinn Jon Jones kom Rondu til varnar á Twitter en hún er búin að fá mikinn skít á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína og sérstaklega í ljósi þess að hún lokaði á fjölmiðla fyrir bardagann. Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, sagði fólki á Twitter að hætta að gera lítið úr Rondu, frekar ætti það að þakka henni fyrir að koma íþróttinni á kortið. LeBron James, besti leikmaður NBA-deildarinnar og ríkjandi meistari með Cleveland Cavaliers, finnur til með Rondu því hann veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hann kom bardagadrottningunni til varnar í viðtali við Akron Beacon Journal.Sjá einnig:Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina „Í íþróttum vilja allir byggja þig upp eins hátt og þeir geta og koma þér fyrir á hæsta tindi heims til þess eins að rífa þig niður. Þetta kemur frá manni sem upplifði þetta,“ segir LeBron sem varð að óvini NBA-deildarinnar númer eitt þegar hann fór frá Cleveland til Miami. „Þetta er staðreynd. Ég veit nákvæmlega hvernig henni líður því ég var þessi íþróttamaður. Ég gekk í gegnum þetta,“ segir LeBron James. MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08 Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00 Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00 Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Bardagadrottningin Ronda Rousey hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að Amanda Nunes barði hana í klessu í endurkomubardaga Rondu í Las Vegas fyrir helgi. Óvíst er hvort Ronda berjist aftur en það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að ganga frá ofurstjörnunni. Ronda var ekki búin að berjast í rúmt ár þegar hún steig aftur inn í búrið. Hún var ekki lík sjálfri sér og minnti frekar á boxpúða er Nunes, sem virðist líkleg til að halda bantamvigtarbeltinu í einhvern tíma, lét höggin dynja á andliti fyrrverandi meistarans.Sjá einnig:Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Bardagakappinn Jon Jones kom Rondu til varnar á Twitter en hún er búin að fá mikinn skít á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína og sérstaklega í ljósi þess að hún lokaði á fjölmiðla fyrir bardagann. Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, sagði fólki á Twitter að hætta að gera lítið úr Rondu, frekar ætti það að þakka henni fyrir að koma íþróttinni á kortið. LeBron James, besti leikmaður NBA-deildarinnar og ríkjandi meistari með Cleveland Cavaliers, finnur til með Rondu því hann veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hann kom bardagadrottningunni til varnar í viðtali við Akron Beacon Journal.Sjá einnig:Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina „Í íþróttum vilja allir byggja þig upp eins hátt og þeir geta og koma þér fyrir á hæsta tindi heims til þess eins að rífa þig niður. Þetta kemur frá manni sem upplifði þetta,“ segir LeBron sem varð að óvini NBA-deildarinnar númer eitt þegar hann fór frá Cleveland til Miami. „Þetta er staðreynd. Ég veit nákvæmlega hvernig henni líður því ég var þessi íþróttamaður. Ég gekk í gegnum þetta,“ segir LeBron James.
MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08 Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00 Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00 Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08
Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00
Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00
Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30