Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á skotárásinni í Istanbúl á Gamlárskvöld. Fjölmiðlar í Tyrklandi höfðu þegar sagt árásarmanninn sem myrti 39 manns á skemmtistað í Istanbúl á vera vígamann ISIS. Þar að auki er talið að maðurinn sé frá Úsbekistan eða Kirgistan.
Lögreglan hefur einnig fundið líkindi á milli árásarinnar á gamlárskvöld og árásarinnar á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl í sumar, þar sem minnst 43 létust of fleiri en 200 særðust. Verið er að rannsaka hvort að sami hópur vígamanna hafi staðið að báðum árásunum.
Um tveir þriðju af fórnarlömbum árásarmannsins voru erlendir aðilar frá Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbýu, Kanada og Ísrael. Minnst 69 eru særðir og þar af fjórir í alvarlegu ástandi.
ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni

Tengdar fréttir

Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl
Leit að árásarmanninum stendur enn yfir.

Þetta vitum við um árásina í Istanbúl
Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt.

Árasarmannsins enn leitað
39 létust í skotárás í Istanbúl í nótt.