Grunaðir um manndráp Snærós Sindradóttir skrifar 20. janúar 2017 00:45 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur. Vísir/Anton Brink Mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, voru úrskurðaðir á grundvelli 211. gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur. Ekki hefur spurst til Birnu í sex daga. Ekki er venjan að Hæstiréttur taki sér langan tíma til að dæma þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir eru kærðir, jafnan tvo til þrjá daga.Leggja áherslu á að kortleggja ferðir bílsins Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þriðja manninum, sem handtekinn var um borð síðar sama dag, var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær en lögregla telur sig hafa útilokað aðild hans að hvarfi Birnu. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að á eftirlitsmyndavélum í Hafnarfjarðarhöfn, hafi tveir menn sést koma að togaranum á rauðri Kia Rio bifreið, á milli klukkan sex og hálf sjö að morgni laugardags. Skömmu síðar hafi bíllinn farið á ný af hafnarsvæðinu í um klukkustund. Nokkuð ráp var á bílnum fram eftir degi en honum var skilað síðla dags, skömmu áður en togarinn leysti landfestar og hélt út á miðin. Lögregla leggur mikla áherslu á að kortleggja ferðir bílsins um höfuðborgarsvæðið.Gögn bentu til misindisverki Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, voru úrskurðaðir á grundvelli 211. gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur. Ekki hefur spurst til Birnu í sex daga. Ekki er venjan að Hæstiréttur taki sér langan tíma til að dæma þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir eru kærðir, jafnan tvo til þrjá daga.Leggja áherslu á að kortleggja ferðir bílsins Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þriðja manninum, sem handtekinn var um borð síðar sama dag, var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær en lögregla telur sig hafa útilokað aðild hans að hvarfi Birnu. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að á eftirlitsmyndavélum í Hafnarfjarðarhöfn, hafi tveir menn sést koma að togaranum á rauðri Kia Rio bifreið, á milli klukkan sex og hálf sjö að morgni laugardags. Skömmu síðar hafi bíllinn farið á ný af hafnarsvæðinu í um klukkustund. Nokkuð ráp var á bílnum fram eftir degi en honum var skilað síðla dags, skömmu áður en togarinn leysti landfestar og hélt út á miðin. Lögregla leggur mikla áherslu á að kortleggja ferðir bílsins um höfuðborgarsvæðið.Gögn bentu til misindisverki Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
„Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35