Ekkert samkomulag um nefndaskipun Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2017 20:13 Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira