Norðurlönd = Mannsæmandi störf Formenn norrænna jafnaðarmannaflokka skrifar 19. janúar 2017 07:00 Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins. Norræna líkanið hefur með mikilli samheldni gagnast borgurum Norðurlanda áratugum saman. Við höfum náð fram góðri blöndu af skilvirkni, jafnræði, jafnrétti og trausti sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þrátt fyrir að okkar dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku samfélagslíkön séu ólík, byggja þau öll á jafnaðarmannahugsjóninni og eru í raun öll tilbrigði við sama líkanið. Gildin eru þau sömu. Við byggjum öll á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og lýðræði, tjáningarfrelsi og reglum réttarríkisins. Grunnstoðirnar þrjár í norræna líkaninu eigum við einnig sameiginlegar: Ábyrga efnahagsstefnu sem byggir á virkri atvinnuþátttöku, gott opinbert velferðarkerfi og, sérstaða Norðurlanda, góður, vel skipulagður og mannsæmandi atvinnumarkaður. Norræna samfélagslíkanið hefur lukkast eins vel og forfeður okkar gátu einungis leyft sér að dreyma um. En þetta vel heppnaða líkan mætir stöðugum ágangi og við þurfum að verja það öllum stundum. Alþjóðleg skipting starfa og alþjóðaviðskipti eru áfram lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda atvinnuþátttöku og velferð.Markaðsöflin verði þjónar fólksins Hins vegar verður æ ljósara að alþjóðahnattvæðingin kallar á nýjar aðgerðir. Við viljum tryggja að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem alþjóðahnattvæðing býður upp á. Það þarf einbeittan vilja til þess að deila gæðunum réttlátlega í hverju landi og fjárfesta í þekkingu og hæfni fólks. Markaðsöflin eiga að vera þjónar fólksins, ekki húsbændur þess. Þessa þörf sjáum við ekki síst þegar félagsleg undirboð breiðast út á vinnumarkaðnum og ungt fólk fær ekki fasta vinnu. Við ætlum að styrkja pólitíska stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Við ætlum að vinna harðar að því að þróun mála í Evrópu og á alþjóðavísu verði friðsamleg, að jafnvægi komist á loftslag í heiminum, að lífsgæði verði jöfnuð og lýðræði tryggt. Hér á Norðurlöndum er aðkallandi að standa vörð um okkar góða vinnumarkað. Að öðrum kosti fer fyrir honum eins og gerst hefur í flestum öðrum löndum; verkalýðshreyfingin veikist, kjör vinnandi fólks rýrna og launamunur verður óásættanlegur. Þetta grefur undan norræna líkaninu eins og það leggur sig. Við viljum að vinnumarkaðurinn byggi á föstum, öruggum og mannsæmandi störfum. Við viljum auka færni fólks, ekki lækka laun þess. Að hluta snýst þetta um baráttuna gegn hægri öflunum í stjórnmálalífinu sem hafa önnur samfélagsleg leiðarljós. Við viljum einnig vinna að ákveðnum aðgerðum á breyttum vinnumarkaði. Þess vegna kynnum við nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu „Vinnumarkaður framtíðarinnar“. Þannig viljum við þróa stjórntæki morgundagsins fyrir vinnumarkað sem tekur æ meira mið af aukinni tækni. Að bæta tilveru fólks í gegnum öflugra norrænt samfélagslíkan er á sama tíma það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að sporna gegn auknu lýðskrumi og öfgastefnum. Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfingin hafa krafta og getu til þess að bera ríki Norðurlanda fram á við. Það á að styrkja norræna líkanið, en ekki að útrýma því. Þess vegna verðum við að standa saman.Sameiginleg grein í tilefni ársfundar SAMAK 16. til 17. janúar 2017. Þar hittast jafnaðarmannaflokkar og landssamtök launafólks á Norðurlöndum, sjá samak.info.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ÍslandMette Frederiksen, formaður Socialdemokratiet, DanmörkAntti Rinne, formaður Socialdemokraterna, FinnlandJonas Gahr Støre, formaður Arbeiderpartiet, NoregurStefan Löfven, formaður Socialdemokraterna, SvíþjóðLizette Risgaard, forseti LO, DanmörkJarkko Eloranta, forseti LO, FinnlandGerd Kristiansen, forseti LO, NoregurKarl-Petter Thorwaldsson, forseti LO, Svíþjóð Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Logi Einarsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins. Norræna líkanið hefur með mikilli samheldni gagnast borgurum Norðurlanda áratugum saman. Við höfum náð fram góðri blöndu af skilvirkni, jafnræði, jafnrétti og trausti sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þrátt fyrir að okkar dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku samfélagslíkön séu ólík, byggja þau öll á jafnaðarmannahugsjóninni og eru í raun öll tilbrigði við sama líkanið. Gildin eru þau sömu. Við byggjum öll á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og lýðræði, tjáningarfrelsi og reglum réttarríkisins. Grunnstoðirnar þrjár í norræna líkaninu eigum við einnig sameiginlegar: Ábyrga efnahagsstefnu sem byggir á virkri atvinnuþátttöku, gott opinbert velferðarkerfi og, sérstaða Norðurlanda, góður, vel skipulagður og mannsæmandi atvinnumarkaður. Norræna samfélagslíkanið hefur lukkast eins vel og forfeður okkar gátu einungis leyft sér að dreyma um. En þetta vel heppnaða líkan mætir stöðugum ágangi og við þurfum að verja það öllum stundum. Alþjóðleg skipting starfa og alþjóðaviðskipti eru áfram lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda atvinnuþátttöku og velferð.Markaðsöflin verði þjónar fólksins Hins vegar verður æ ljósara að alþjóðahnattvæðingin kallar á nýjar aðgerðir. Við viljum tryggja að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem alþjóðahnattvæðing býður upp á. Það þarf einbeittan vilja til þess að deila gæðunum réttlátlega í hverju landi og fjárfesta í þekkingu og hæfni fólks. Markaðsöflin eiga að vera þjónar fólksins, ekki húsbændur þess. Þessa þörf sjáum við ekki síst þegar félagsleg undirboð breiðast út á vinnumarkaðnum og ungt fólk fær ekki fasta vinnu. Við ætlum að styrkja pólitíska stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Við ætlum að vinna harðar að því að þróun mála í Evrópu og á alþjóðavísu verði friðsamleg, að jafnvægi komist á loftslag í heiminum, að lífsgæði verði jöfnuð og lýðræði tryggt. Hér á Norðurlöndum er aðkallandi að standa vörð um okkar góða vinnumarkað. Að öðrum kosti fer fyrir honum eins og gerst hefur í flestum öðrum löndum; verkalýðshreyfingin veikist, kjör vinnandi fólks rýrna og launamunur verður óásættanlegur. Þetta grefur undan norræna líkaninu eins og það leggur sig. Við viljum að vinnumarkaðurinn byggi á föstum, öruggum og mannsæmandi störfum. Við viljum auka færni fólks, ekki lækka laun þess. Að hluta snýst þetta um baráttuna gegn hægri öflunum í stjórnmálalífinu sem hafa önnur samfélagsleg leiðarljós. Við viljum einnig vinna að ákveðnum aðgerðum á breyttum vinnumarkaði. Þess vegna kynnum við nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu „Vinnumarkaður framtíðarinnar“. Þannig viljum við þróa stjórntæki morgundagsins fyrir vinnumarkað sem tekur æ meira mið af aukinni tækni. Að bæta tilveru fólks í gegnum öflugra norrænt samfélagslíkan er á sama tíma það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að sporna gegn auknu lýðskrumi og öfgastefnum. Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfingin hafa krafta og getu til þess að bera ríki Norðurlanda fram á við. Það á að styrkja norræna líkanið, en ekki að útrýma því. Þess vegna verðum við að standa saman.Sameiginleg grein í tilefni ársfundar SAMAK 16. til 17. janúar 2017. Þar hittast jafnaðarmannaflokkar og landssamtök launafólks á Norðurlöndum, sjá samak.info.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ÍslandMette Frederiksen, formaður Socialdemokratiet, DanmörkAntti Rinne, formaður Socialdemokraterna, FinnlandJonas Gahr Støre, formaður Arbeiderpartiet, NoregurStefan Löfven, formaður Socialdemokraterna, SvíþjóðLizette Risgaard, forseti LO, DanmörkJarkko Eloranta, forseti LO, FinnlandGerd Kristiansen, forseti LO, NoregurKarl-Petter Thorwaldsson, forseti LO, Svíþjóð Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun