Rýnt í rætur Norðurlanda Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 18. janúar 2017 09:45 Bók Eiríks Bergmanns á alþjóðlegum bókamarkaði. Vísir/Eyþór Bókin er afrakstur tveggja ára virkrar rannsóknar, þótt rótin sé raunar lengri og dýpri,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurður út í nýjustu bók sína Nordic Nationalism and Right-Wing Populist Politics, sem kemur út hjá alþjóðlega bókarisanum Palgrave Macmillan og fagnað verður hérlendis á föstudaginn í Norræna húsinu. Rannsóknin greinir þjóðernishyggju á Norðurlöndum og uppgang þjóðernispopúlískra flokka í löndunum fimm. „Uppgangur þjóðernispopúlisma út um alla Evrópu hefur verið töluvert til umræðu. Við höfum líka séð framrás slíkra flokka út um Norðurlöndin, þótt það hafi verið með nokkuð öðrum blæ en á meginlandinu,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi viljað rannsaka þá þróun sögulega, það hafi ekki verið gert áður. Í bókinni er grafist fyrir um sögulegar rætur norrænnar þjóðernishyggju og svo gerður samanburður á þróuninni í löndunum fimm. Eiríkur telur sögu Norðurlandanna vera eins og smættaða sögu Evrópu. „Þetta er saga átaka, yfirráða þjóða yfir öðrum, sjálfstæðisbarátta undirokaðra, og svo framvegis. Sundrungar og samstöðu. Allt mótar þetta ákveðna sjálfsmynd á Norðurlöndunum,“ segir hann. Í greiningu Eiríks er þjóðernishyggja á Norðurlöndunum tveggja laga. „Annars vegar samnorræn þjóðernishyggja, sem þróaðist með líku lagi og sú sem þrýsti Þýskalandi og Ítalíu saman. Sú tilraun mistókst á Norðurlöndunum, svo úr varð sérstök þjóðernishyggja í hverju landi. Í bókinni er kafað ofan í þessi tengsl. Til að mynda var Danmörk stórt fjölþjóðlegt ríki sem réð mörgum minni, t.d. okkur. Svo skreppur Danmörk saman í lítið einsleitt land og „lille Danmark“ verður að trámatísku hugtaki sem af sögulegri rót skýrir hluta þeirra erfiðleika í samskiptum Dana og innflytjenda sem orðið hafa á götum Kaupmannahafnar. Það eru alls konar svona huldir þættir sem ég er að reyna að draga saman í bókinni og svo framrás þjóðernispopúlískra flokka í hverju landi fyrir sig. Bókin er gefin út af virtu alþjóðlegu forlagi, samtímis í Evrópu og í Bandaríkjunum. „Norðurlöndin eru sérstök menningarheild og í kjölfar vinsælda hins nýja Nordic noir, sem víða birtist í kvikmyndum og bókum, hefur umheimurinn sýnt þessum heimshluta aukinn áhuga. Útgefandi minn vildi kafa dýpra ofan í grundvöll þessara samfélaga,“ segir Eiríkur. „Framrás þjóðernispopúlískra flokka hefur verið breytileg í löndunum fimm, komið upp á mismundi tíma og við ólíkar aðstæður. Í bókinni eru þrjár almennar bylgjur greindar eftir seinni heimsstyrjöld. Allar rísa í kjölfar krísu. Sú fyrsta við olíukrísuna 1972, en þá koma fram Framfaraflokkarnir í Danmörku og Noregi, þetta eru óheflaðir götustrákar sem skora kerfið á hólm utanfrá og setja sig upp á móti erlendu farandsverkafólki. Önnur bylgjan rís við fall Berlínamúrsins og í aðdraganda austurstækkunnar Evrópusambandsins, þá fara af stað snoðinnkollahreyfingar, svona “skinheads” týpur í hermannaklossum og mittisjökkum og með nasísk og fasísk tákn á lofti sem stilla sér einkum upp í andstöðu við straum austur Evrópubúa vestur yfir. Þriðja bylgjan, sem enn stendur yfir, kemur í kjölfar fjarmálakrísunnar 2008. Hún sker sig frá þeim fyrri með því að leita inn í meginstrauminn, menn skipta út fasískum táknum og húðflúrinu og ögrandi táknmyndum fyrir jakkaföt og snyrtilegt hár og fara miklu nær því viðtekna, svo árangurinn verður mun meiri út um alla álfu. Einmitt í kjölfar þriðju bylgjunnar ná þjóðernispopúlistar verulegum árangri í Svíþjóð, semsé Svíþjóðardemókratarnir og Sannir Finnar í Finnlandi. Árangur Donald Trump í Bandaríkjunum og umræðan í kringum Brexit-kosninguna í Bretlandi fellur líka að þriðju bylgju þjóðernispopúlismans. Hér er ógn búin til úr því erlenda og þjóðernispopúlistinn stillir sér gjarnan upp sem einskonar brjóstvörn á milli hinnar utanaðkomandi ógnar og því innlenda þjóðfélagi sem hann sækist eftir að vernda,“ segir Eiríkur. Opinn fundur og útgáfuhóf fer fram í Norræna húsinu síðdegis á föstudaginn. Auk Eiríks verða í pallborði þau Guðmundur Hálfdánarson söguprófessor, Hulda Þórisdóttir, lektor í sálfræði, og Jóna Sólveig Elínardóttir hjá Viðreisn. „Vel fer á því að hafa útgáfufögnuðinn sama dag og Donald Trump er svarinn í embætti Bandaríkjaforseta. Hér eru nefnilega álíka hugmyndastraumar til skoðunar,“ segir Eiríkur. Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bókin er afrakstur tveggja ára virkrar rannsóknar, þótt rótin sé raunar lengri og dýpri,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurður út í nýjustu bók sína Nordic Nationalism and Right-Wing Populist Politics, sem kemur út hjá alþjóðlega bókarisanum Palgrave Macmillan og fagnað verður hérlendis á föstudaginn í Norræna húsinu. Rannsóknin greinir þjóðernishyggju á Norðurlöndum og uppgang þjóðernispopúlískra flokka í löndunum fimm. „Uppgangur þjóðernispopúlisma út um alla Evrópu hefur verið töluvert til umræðu. Við höfum líka séð framrás slíkra flokka út um Norðurlöndin, þótt það hafi verið með nokkuð öðrum blæ en á meginlandinu,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi viljað rannsaka þá þróun sögulega, það hafi ekki verið gert áður. Í bókinni er grafist fyrir um sögulegar rætur norrænnar þjóðernishyggju og svo gerður samanburður á þróuninni í löndunum fimm. Eiríkur telur sögu Norðurlandanna vera eins og smættaða sögu Evrópu. „Þetta er saga átaka, yfirráða þjóða yfir öðrum, sjálfstæðisbarátta undirokaðra, og svo framvegis. Sundrungar og samstöðu. Allt mótar þetta ákveðna sjálfsmynd á Norðurlöndunum,“ segir hann. Í greiningu Eiríks er þjóðernishyggja á Norðurlöndunum tveggja laga. „Annars vegar samnorræn þjóðernishyggja, sem þróaðist með líku lagi og sú sem þrýsti Þýskalandi og Ítalíu saman. Sú tilraun mistókst á Norðurlöndunum, svo úr varð sérstök þjóðernishyggja í hverju landi. Í bókinni er kafað ofan í þessi tengsl. Til að mynda var Danmörk stórt fjölþjóðlegt ríki sem réð mörgum minni, t.d. okkur. Svo skreppur Danmörk saman í lítið einsleitt land og „lille Danmark“ verður að trámatísku hugtaki sem af sögulegri rót skýrir hluta þeirra erfiðleika í samskiptum Dana og innflytjenda sem orðið hafa á götum Kaupmannahafnar. Það eru alls konar svona huldir þættir sem ég er að reyna að draga saman í bókinni og svo framrás þjóðernispopúlískra flokka í hverju landi fyrir sig. Bókin er gefin út af virtu alþjóðlegu forlagi, samtímis í Evrópu og í Bandaríkjunum. „Norðurlöndin eru sérstök menningarheild og í kjölfar vinsælda hins nýja Nordic noir, sem víða birtist í kvikmyndum og bókum, hefur umheimurinn sýnt þessum heimshluta aukinn áhuga. Útgefandi minn vildi kafa dýpra ofan í grundvöll þessara samfélaga,“ segir Eiríkur. „Framrás þjóðernispopúlískra flokka hefur verið breytileg í löndunum fimm, komið upp á mismundi tíma og við ólíkar aðstæður. Í bókinni eru þrjár almennar bylgjur greindar eftir seinni heimsstyrjöld. Allar rísa í kjölfar krísu. Sú fyrsta við olíukrísuna 1972, en þá koma fram Framfaraflokkarnir í Danmörku og Noregi, þetta eru óheflaðir götustrákar sem skora kerfið á hólm utanfrá og setja sig upp á móti erlendu farandsverkafólki. Önnur bylgjan rís við fall Berlínamúrsins og í aðdraganda austurstækkunnar Evrópusambandsins, þá fara af stað snoðinnkollahreyfingar, svona “skinheads” týpur í hermannaklossum og mittisjökkum og með nasísk og fasísk tákn á lofti sem stilla sér einkum upp í andstöðu við straum austur Evrópubúa vestur yfir. Þriðja bylgjan, sem enn stendur yfir, kemur í kjölfar fjarmálakrísunnar 2008. Hún sker sig frá þeim fyrri með því að leita inn í meginstrauminn, menn skipta út fasískum táknum og húðflúrinu og ögrandi táknmyndum fyrir jakkaföt og snyrtilegt hár og fara miklu nær því viðtekna, svo árangurinn verður mun meiri út um alla álfu. Einmitt í kjölfar þriðju bylgjunnar ná þjóðernispopúlistar verulegum árangri í Svíþjóð, semsé Svíþjóðardemókratarnir og Sannir Finnar í Finnlandi. Árangur Donald Trump í Bandaríkjunum og umræðan í kringum Brexit-kosninguna í Bretlandi fellur líka að þriðju bylgju þjóðernispopúlismans. Hér er ógn búin til úr því erlenda og þjóðernispopúlistinn stillir sér gjarnan upp sem einskonar brjóstvörn á milli hinnar utanaðkomandi ógnar og því innlenda þjóðfélagi sem hann sækist eftir að vernda,“ segir Eiríkur. Opinn fundur og útgáfuhóf fer fram í Norræna húsinu síðdegis á föstudaginn. Auk Eiríks verða í pallborði þau Guðmundur Hálfdánarson söguprófessor, Hulda Þórisdóttir, lektor í sálfræði, og Jóna Sólveig Elínardóttir hjá Viðreisn. „Vel fer á því að hafa útgáfufögnuðinn sama dag og Donald Trump er svarinn í embætti Bandaríkjaforseta. Hér eru nefnilega álíka hugmyndastraumar til skoðunar,“ segir Eiríkur.
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira