Frábær lokakafli bjargaði skylduverkinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2017 06:00 Gunnar Steinn Jónsson kom inn af krafti í leikinn í gær en hann spilaði líka af skynsemi. Hér brýst hann í gegnum vörn Angóla í gærkvöldi. vísir/EPA Það er ekki alltaf auðvelt verk að spila gegn liði eins og Angóla. Það vita allir að þetta er leikur sem á að vinnast frekar auðveldlega. Að gíra sig upp í slíka leiki er því nokkuð vandasamt. Sú staðreynd að markatalan í riðlinum gæti skipt máli að lokum hjálpaði örugglega okkar mönnum að mæta vel stemmdir til leiks. Þeir voru það líka strákarnir og gerðu nákvæmlega það sem þarf að gera gegn Angóla. Keyra hraðaupphlaup og hraða miðju enda er lið Angóla oft lengi að skila sér til baka. Björgvin var í banastuði í markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik. Það var 60 prósent markvarsla. Guðjón Valur skoraði átta mörk og alls skoraði liðið úr sjö hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Síðustu átta mínúturnar fóru 1-0 fyrir Ísland og því var svolítið svekkjandi að munurinn var „aðeins“ átta mörk, 16-8, í hálfleik. Geir hristi aðeins upp í liðinu í síðari hálfleik en það virkaði bara alls ekki. Einbeitingin og krafturinn var ekki sá sami og Aron Rafn varði ekki skot í markinu. Er 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 8-8 í hálfleiknum. Alls ekki nógu gott og íslenska liðið var einfaldlega að spila illa. Strákarnir rifu sig aftur á móti upp á lokakaflanum og lönduðu fjórtán marka sigri. Mjög dýrmætt að hafa þó unnið með þetta miklum mun að lokum.Björgvin frábær í markinu Björgvin Páll var frábær í markinu í þessum leik og endaði með 55 prósent markvörslu. Hann heldur áfram að skila sínu til liðsins og sérstaklega ánægjulegt að hann hafi náð að spila nokkuð vel í síðari hálfleik líka núna. Fyrirliðinn Guðjón Valur fór fyrir sínu liði framan af er munurinn var byggður upp og sjálfstraustið lamið úr Angólamönnum. Bjarki Már leysti hann vel af hólmi í síðari hálfleik. Ég hefði viljað sjá meira og sterkara framlag frá Ómari Inga og Arnari Frey. Kári Kristján og Ásgeir Örn eru heldur ekki að ná sér í gang. Ekki einu sinni gegn Angóla. Það er ekki nógu gott mál. Gunnar Steinn spilaði mikið. Lék af krafti og skynsemi. Oft gott að þekkja sín takmörk og ana ekki út í vitleysu og spilamennska Gunnars er sífellt að verða þroskaðri. Arnór Atlason þurfti að spila mikið í þessum leik. Þurfti að stýra liðinu og axla mikla ábyrgð. Vonandi kemur það ekki niður á honum að hafa þurft að spila þetta mikið. Örlögin í þeirra höndum Fyrsti sigurinn er kominn í hús og staðan er sú að strákarnir hafa væntanlega örlög sín í eigin höndum. Þá mæta þeir Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar en Makedóníumenn þurfa að spila við Spánverja í kvöld. Þeir mæta vonandi þreyttir og lamdir í lokaleikinn. Þriðja sætið er enn möguleiki og það væri frábært hjá strákunum að ná því. Þeir eru einu skrefi frá þeim árangri og verkefnið í lokaleiknum verður verðugt. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón: Sjúkrateymið fær að strjúka okkur aðeins núna "Þetta er mjög kærkominn sigur. Mér fannst þetta svolítið langdregið á köflum,“ sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hljóp yfir Angólana í fyrri hálfleik og skoraði þá átta mörk. 17. janúar 2017 22:17 Björgvin: Myndum örugglega tapa fyrir þeim í bekkpressukeppni "Það er tóm gleði núna enda komnir með þrjá punkta,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti stórleik í marki Íslands gegn Angóla í kvöld. 17. janúar 2017 22:06 Einar Andri gerir upp leik Íslands: Enginn dæmdur af þessum leik Sérfræðingur Vísis segir að frammistaða Íslands gegn Angóla í kvöld hafi heilt yfir verið góð en að leikurinn hafi verið óvenjulegur. 17. janúar 2017 21:55 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Einkunnir strákanna okkar: Sumir þurfa að gera miklu betur Þrír leikmenn voru jafnir með fjóra í einkunn af sex en nokkrir leikmenn Íslands þurfa að fara að girða sig í brók. 17. janúar 2017 21:49 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt verk að spila gegn liði eins og Angóla. Það vita allir að þetta er leikur sem á að vinnast frekar auðveldlega. Að gíra sig upp í slíka leiki er því nokkuð vandasamt. Sú staðreynd að markatalan í riðlinum gæti skipt máli að lokum hjálpaði örugglega okkar mönnum að mæta vel stemmdir til leiks. Þeir voru það líka strákarnir og gerðu nákvæmlega það sem þarf að gera gegn Angóla. Keyra hraðaupphlaup og hraða miðju enda er lið Angóla oft lengi að skila sér til baka. Björgvin var í banastuði í markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik. Það var 60 prósent markvarsla. Guðjón Valur skoraði átta mörk og alls skoraði liðið úr sjö hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Síðustu átta mínúturnar fóru 1-0 fyrir Ísland og því var svolítið svekkjandi að munurinn var „aðeins“ átta mörk, 16-8, í hálfleik. Geir hristi aðeins upp í liðinu í síðari hálfleik en það virkaði bara alls ekki. Einbeitingin og krafturinn var ekki sá sami og Aron Rafn varði ekki skot í markinu. Er 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 8-8 í hálfleiknum. Alls ekki nógu gott og íslenska liðið var einfaldlega að spila illa. Strákarnir rifu sig aftur á móti upp á lokakaflanum og lönduðu fjórtán marka sigri. Mjög dýrmætt að hafa þó unnið með þetta miklum mun að lokum.Björgvin frábær í markinu Björgvin Páll var frábær í markinu í þessum leik og endaði með 55 prósent markvörslu. Hann heldur áfram að skila sínu til liðsins og sérstaklega ánægjulegt að hann hafi náð að spila nokkuð vel í síðari hálfleik líka núna. Fyrirliðinn Guðjón Valur fór fyrir sínu liði framan af er munurinn var byggður upp og sjálfstraustið lamið úr Angólamönnum. Bjarki Már leysti hann vel af hólmi í síðari hálfleik. Ég hefði viljað sjá meira og sterkara framlag frá Ómari Inga og Arnari Frey. Kári Kristján og Ásgeir Örn eru heldur ekki að ná sér í gang. Ekki einu sinni gegn Angóla. Það er ekki nógu gott mál. Gunnar Steinn spilaði mikið. Lék af krafti og skynsemi. Oft gott að þekkja sín takmörk og ana ekki út í vitleysu og spilamennska Gunnars er sífellt að verða þroskaðri. Arnór Atlason þurfti að spila mikið í þessum leik. Þurfti að stýra liðinu og axla mikla ábyrgð. Vonandi kemur það ekki niður á honum að hafa þurft að spila þetta mikið. Örlögin í þeirra höndum Fyrsti sigurinn er kominn í hús og staðan er sú að strákarnir hafa væntanlega örlög sín í eigin höndum. Þá mæta þeir Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar en Makedóníumenn þurfa að spila við Spánverja í kvöld. Þeir mæta vonandi þreyttir og lamdir í lokaleikinn. Þriðja sætið er enn möguleiki og það væri frábært hjá strákunum að ná því. Þeir eru einu skrefi frá þeim árangri og verkefnið í lokaleiknum verður verðugt.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón: Sjúkrateymið fær að strjúka okkur aðeins núna "Þetta er mjög kærkominn sigur. Mér fannst þetta svolítið langdregið á köflum,“ sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hljóp yfir Angólana í fyrri hálfleik og skoraði þá átta mörk. 17. janúar 2017 22:17 Björgvin: Myndum örugglega tapa fyrir þeim í bekkpressukeppni "Það er tóm gleði núna enda komnir með þrjá punkta,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti stórleik í marki Íslands gegn Angóla í kvöld. 17. janúar 2017 22:06 Einar Andri gerir upp leik Íslands: Enginn dæmdur af þessum leik Sérfræðingur Vísis segir að frammistaða Íslands gegn Angóla í kvöld hafi heilt yfir verið góð en að leikurinn hafi verið óvenjulegur. 17. janúar 2017 21:55 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Einkunnir strákanna okkar: Sumir þurfa að gera miklu betur Þrír leikmenn voru jafnir með fjóra í einkunn af sex en nokkrir leikmenn Íslands þurfa að fara að girða sig í brók. 17. janúar 2017 21:49 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Guðjón: Sjúkrateymið fær að strjúka okkur aðeins núna "Þetta er mjög kærkominn sigur. Mér fannst þetta svolítið langdregið á köflum,“ sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hljóp yfir Angólana í fyrri hálfleik og skoraði þá átta mörk. 17. janúar 2017 22:17
Björgvin: Myndum örugglega tapa fyrir þeim í bekkpressukeppni "Það er tóm gleði núna enda komnir með þrjá punkta,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti stórleik í marki Íslands gegn Angóla í kvöld. 17. janúar 2017 22:06
Einar Andri gerir upp leik Íslands: Enginn dæmdur af þessum leik Sérfræðingur Vísis segir að frammistaða Íslands gegn Angóla í kvöld hafi heilt yfir verið góð en að leikurinn hafi verið óvenjulegur. 17. janúar 2017 21:55
Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17
Einkunnir strákanna okkar: Sumir þurfa að gera miklu betur Þrír leikmenn voru jafnir með fjóra í einkunn af sex en nokkrir leikmenn Íslands þurfa að fara að girða sig í brók. 17. janúar 2017 21:49