Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 19:45 Bogdan Kowalczyk í viðtali við Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi samstarfsmann sinn. vísir/pjetur Íslenskir þjálfarar hafa verið mjög áberandi í handboltaheiminum undanfarin ár. Alfreð Gíslason er búinn að leika sér að þýsku deildinni með Kiel, Erlingur Richardsson gerði Füchse Berlín tvívegis að heimsmeistara félagsliða og svo eru það landsliðsþjálfararnir. Á síðasta ári gerði Dagur Sigurðsson ungt og meiðslum hrjáð lið Þýskalands að Evrópumeistara og vann brons á Ólympíuleikunum. Guðmundur Guðmundsson, sem vann silfur með Íslandi á ÓL 2008, gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrra. Nú er ný stjarna að láta ljós sitt skína. Kristján Andrésson er fyrsti Íslendingurinn sem stýrir landsliði Svía en hann á enn eftir að tapa leik með Svíana. Hann fær erfitt verkefni í kvöld þegar Svíar mæta Ólympíumeisturum Danmerkur í stórleik D-riðils. Sænska blaðið Aftonbladet leitaði að leyndarmálinu á bakvið þessa þjálfara og velgengni íslenska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Blaðamaður þess ferðaðist til Reykjavíkur og hitti þar Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann og handboltasérfræðing, og Rússann Boris Bjarna Akbachev sem þjálfaði gullkynslóð Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á sínum tíma.Bogdan á æfingu með Víkingi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/sveinn þormóðssonLeikmenn urðu þjálfarar Guðjón var aðstoðarmaður Pólverjans Bogdan Kowalczyk hjá íslenska landsliðinu en Bogdan gerði Víking að stórliði í Evrópu og margföldum Íslands- og bikarmeisturum áður en hann tók við íslenska liðinu. Það eru allir sammála um það að Bogdan breytti landslaginu í íslenskum handbolta. „Hann kom með nýjungar inn í íslenskan handbolta. Við æfðum miklu meira og sóknin var skipulagðari. Allt liðið vissi hvað það átti að gera. Svona hafði aldrei verið spilað á Íslandi áður,“ segir Guðjón, en Bogdan var þjálfari Íslands þegar það vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Tveir leikmenn þess liðs; Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, eru í dag á meðal bestu þjálfara heims en fleiri leikmenn eins og Kristján Arason og Júlíus Jónasson áttu eftir að spreyta sig í þjálfun með góðum árangri. Dagur Sigurðsson er svo af Boris-skólanum og því óhætt að segja að þessir tveir menn frá austurblokkinni gerðu mikið fyrir íslenskan handbolta. „Þrátt fyrir að vinna aldrei saman höfðu þessir tveir menn mikil áhrif á íslenskan handbolta. Það var bylting að fá þá hingað og þeir eru lykillinn að öllu sem fylgdi í kjölfarið. Við hefðum aldrei fengið silfur á ÓL 2008 án Bogdan og Boris,“ segir Guðjón Guðmundsson.Alla greinina á sænsku má lesa hér. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Íslenskir þjálfarar hafa verið mjög áberandi í handboltaheiminum undanfarin ár. Alfreð Gíslason er búinn að leika sér að þýsku deildinni með Kiel, Erlingur Richardsson gerði Füchse Berlín tvívegis að heimsmeistara félagsliða og svo eru það landsliðsþjálfararnir. Á síðasta ári gerði Dagur Sigurðsson ungt og meiðslum hrjáð lið Þýskalands að Evrópumeistara og vann brons á Ólympíuleikunum. Guðmundur Guðmundsson, sem vann silfur með Íslandi á ÓL 2008, gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrra. Nú er ný stjarna að láta ljós sitt skína. Kristján Andrésson er fyrsti Íslendingurinn sem stýrir landsliði Svía en hann á enn eftir að tapa leik með Svíana. Hann fær erfitt verkefni í kvöld þegar Svíar mæta Ólympíumeisturum Danmerkur í stórleik D-riðils. Sænska blaðið Aftonbladet leitaði að leyndarmálinu á bakvið þessa þjálfara og velgengni íslenska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Blaðamaður þess ferðaðist til Reykjavíkur og hitti þar Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann og handboltasérfræðing, og Rússann Boris Bjarna Akbachev sem þjálfaði gullkynslóð Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á sínum tíma.Bogdan á æfingu með Víkingi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/sveinn þormóðssonLeikmenn urðu þjálfarar Guðjón var aðstoðarmaður Pólverjans Bogdan Kowalczyk hjá íslenska landsliðinu en Bogdan gerði Víking að stórliði í Evrópu og margföldum Íslands- og bikarmeisturum áður en hann tók við íslenska liðinu. Það eru allir sammála um það að Bogdan breytti landslaginu í íslenskum handbolta. „Hann kom með nýjungar inn í íslenskan handbolta. Við æfðum miklu meira og sóknin var skipulagðari. Allt liðið vissi hvað það átti að gera. Svona hafði aldrei verið spilað á Íslandi áður,“ segir Guðjón, en Bogdan var þjálfari Íslands þegar það vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Tveir leikmenn þess liðs; Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, eru í dag á meðal bestu þjálfara heims en fleiri leikmenn eins og Kristján Arason og Júlíus Jónasson áttu eftir að spreyta sig í þjálfun með góðum árangri. Dagur Sigurðsson er svo af Boris-skólanum og því óhætt að segja að þessir tveir menn frá austurblokkinni gerðu mikið fyrir íslenskan handbolta. „Þrátt fyrir að vinna aldrei saman höfðu þessir tveir menn mikil áhrif á íslenskan handbolta. Það var bylting að fá þá hingað og þeir eru lykillinn að öllu sem fylgdi í kjölfarið. Við hefðum aldrei fengið silfur á ÓL 2008 án Bogdan og Boris,“ segir Guðjón Guðmundsson.Alla greinina á sænsku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00
Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00