Danir halda áfram góðum leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi en liðið vann Egyptaland, 35-28, í handknattleik í kvöld.
Liðið er því með fullt hús stiga eftir sigurleiki gegn Argentínumönnum og Egyptum.
Danir höfðu yfirhöndina allan leikinn en staðan var samt sem áður 14-13 fyrir nágrönnum okkar í hálfleik. Í þeim síðari komu Ólympíumeistararnir grimmir til leiks og gengu í raun frá Egyptum.
Lasse Svan var atkvæðamestu í danska liðinu og skoraði hann sex mörk en Yehia Elderaa var bestur í liðið Egypta og skoraði hann sex mörk.
Guðmundur Guðmundsson er þjálfari danska landsliðsins.
Danir með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Egyptum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn