Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 10:14 Ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch. Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. Ljósleiðarinn og Tölvutek standa að mótinu sem verður með því flottasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Liðið sem stendur uppi sem sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Overwatch auk veglegra vinninga. Skráning á mótið stendur nú yfir en lokað verður fyrir nýskráningar á mánudaginn 16. janúar. Nú þegar hafa um 100 spilarar skráð sig til leiks. Hægt er að skrá sig hér. Jafnt einstaklingar sem og keppnislið geta skráð sig. Einstaklingum verður raðað í lið eftir styrkleika þegar skráningunni lýkur, en ef einhverjir geta ekki smalað saman í heilt lið geta spilarar skráð sig sem einstaklingar og tekið fram að þeir vilja vera saman í liði. Þrettán ára aldurstakmark er á mótið, eins og í leikinn sjálfan. Undanmótið verður síðan spilað á netinu fram að úrslitunum en svo mætast tvö bestu lið landsins í Hörpu 4. Febrúar í salnum Kaldalóni. Gestir eru velkomnir að fylgjast með úrslitum á UTmessunni, enda er tæknisýningin opin öllum á laugardaginn. Streymt verður frá undanúrslitum á netinu og svo úrslitum á staðnum í Hörpu á Vísir og Twitch.
Leikjavísir Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira