Frost getur farið niður í allt að 18 gráður inn til landsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:23 Fallegt vetrarveður verður næstu daga Visir/GVA Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt. Veður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt.
Veður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira