Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn.
„Ég kom til Danmerkur í gær og fór með liðinu í dag til Frakklands. Eina æfingin mín var svo hér áðan,“ segir Aron Pálmarsson en hann var þá nýkominn af æfingu með íslenska liðinu.
„Það gekk allt í lagi. Svo er æfing á morgun og þá kemur betur í ljós hvernig ég er. Ég tók svona 80 prósent á því núna og það leit ágætlega út í ákveðnum hreyfingum en ég var verri í öðrum hreyfingum.“
Aron fékk sprautu vegna meiðslanna fyrir um viku síðan og það er beðið eftir því að hún fari að virka almennilega á hann.
„Þetta er bara kapp við tímann og ég verð að taka þetta dag frá degi. Kannski verð ég miklu betri á morgun og kannski ekki. Ég vona bara það besta.“
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Aron: Ég er í kappi við tímann

Tengdar fréttir

Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum
Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, gerir kröfu á að Ísland endi í 3. sæti í sínum riðli á HM í handbolta sem hefst á morgun.

Strákarnir okkar með tvo lífverði
Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir.