Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2017 11:30 "Það er of mikið búið að gerast hjá okkur. Ef ég get ekki fengið þig þá fær þig enginn og ég get alveg eins drepið okkur bæði,“ sagði maðurinn við sambýliskonu sína. Vísir/Getty 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðung, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. Hótaði maðurinn meðal annars að selja öðrum aðgang að konunni, skera hana auk þess að draga hana um íbúðina á hárinu.Maðurinn var sakfelldur í öllum fjórum ákæruliðum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í bætur.Brot mannsins gegn konunni voru gróf og ofbeldisfull og er ástæða til að vara við lýsingum á þeim sem koma fram hér á eftir.„Er líf mitt að fara að enda?“Maðurinn og konan kynntust í október 2013, byrjuðu að búa saman í janúar en hún yfirgaf loks heimilið fyrir fullt og allt og kærði manninn til lögreglu í lok apríl 2014. Þau höfðu bæði verið í neyslu, neyttu bæði amfetamíns og hafði hún misst bakland sitt í formi vina og fjölskyldu. Á sama tíma stóð hún í forræðisdeilu sem maðurinn nýtti sér í að brjóta hana niður. Neyddi hann konuna meðal annars til að taka lyf sem líklegt væri að myndu mælast í þvagprufu og yrðu til þess fallinn að veikja stöðu hennar í barnaverndarmálinu.Fyrsta líkamsárásin sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað 27. og 28. mars 2014. Konan lýsir því þannig að hún hefði vaknað snemma morguns og hann farið að rífast í henni. Hún hefði sagt honum að fara ef hann ætlaði að vera með leiðindi.Í framhaldinu hefði hann ráðist á hana, tekið utan um háls hennar, tekið af henni símann og hindrað för hennar af heimilinu. Þá hefði hann dregið hana um alla íbúðina og hent utan í húsgögn og veggi. Þá hefði hann kyrkt hana tvisvar í viðbót. Þannig hefði sólarhringurinn liðið. Hún hefði svo þurft að skutla honum á sjúkrahús um nóttina og þá notað tækifærið, hnippt í hjúkrunarfræðing og fengið að ræða við lögreglu. Í skýrslu sem hún gaf lögreglu sagðist hún hafa hugsað þegar maðurinn tók í fyrsta skipti um hálsinn hennar: „Er líf mitt að fara að enda?“ og þá um son sinn sem hún fengi aldrei að sjá aftur. Ákærði hefði verið snarvitlaus og rólegur til skiptis, beðist afsökunar en svo haldið áfram. Lögreglukonan sem ræddi við konuna á sjúkrahúsinu kvað áverka konunnar hafa verið það grófasta sem hún hefði séð eftir heimilisofbeldi.Hún hefði farið í Kvennaathvarfið daginn eftir, samkvæmt ráðum starfsfólks sjúkrahússins, bæði síma- og lyklalaus. Hann hefði svo sótt hana þangað fljótlega.Brjálaður og rólegur til skiptisViku eftir síðari árásina vakti maðurinn hana brjálaður en hann hafði þá verið að lesa gömul samskipti konunnar við vinkonu sína á Facebook. Samskiptin voru frá árinu 2012. Hann hefði ráðist á hana en þetta hefði verið versta tilfellið hvað hótanir varðaði.Maðurinn hefði dregið hana á hárinu inn á bað, hótað að raka af henni hárið og sett rafmagnsrakvél í samband. Hann hefði horft í augun á henni og sagt: „Það er of mikið búið að gerast hjá okkur. Ef ég get ekki fengið þig þá fær þig enginn og ég get alveg eins drepið okkur bæði.“ Hún hefði fengið val; annaðhvort skæri hann hana á púls í baði eða æki í bifreið á vegg á 160 km hraða svo þau myndu bæði deyja.Konan sagðist ekki geta lýst því með orðum hve hrædd hún hefði verið. Maðurinn hefði verið með stóran eldhúshníf við höndina og hótað að skera hana í andlitið og á háls. Þá hefði hann bundið hana í rúmið eftir að hafa látið hana fara úr nærbuxunum og hótað að selja nafngreindum mönnum aðgang að henni. Sem fyrr hefði hann verið rólegur og brjálaður til skiptis.Konan var endurtekið viss um að hún myndi deyja þessa nótt. Hann hefði hótað henni, farið inn á bað og látið renna í baðkarið. Hún sagðist ekki hafa reynt að kalla á hjálp en opnað glugga í von um að nágrannar heyrðu í þeim. Hún hefði sent vinkonu sinni SMS-skilaboð en hún ekki séð fyrr en morguninn eftir. Þar bað hún hana um að hringja í lögregluna.Vinkonan sótti hana morguninn eftir og fór með hana á slysadeild. Í framhaldinu fór hún til vinkonu sinnar sem bjó í sveit og fékk að dvelja hjá henni í nokkra daga. Síðan fór hún aftur til mannsins.Nágranni krafðist þess að fá að sjá konuna Þriðji ákæruliður, sá er leiddi til þess að konan sagði skilið við manninn fyrir fullt og allt, sneri að grófri líkamsárás, hótunum og nauðgun aðfaranótt 25. apríl 2014. Hún hafði verið farin að óttast manninn mjög, fannst hún skynja að eitthvað slæmt væri í aðsigi og fékk að gista eina nótt hjá barnsföður sínum.Maðurinn komst að því kvöldið eftir með því að skoða skilaboð í síma hennar meðan hún var í baði. Kom hann inn á baðherbergið og ýtti henni á kaf ofan í baðkarið. Hélt hann henni þarf heillengi. Hún sagðist hafa verið viss um að hún myndi deyja. Þetta hefði hann endurtekið tvisvar sinnum.Nágrannar vöknuðu á efri hæð við læti á baðherberginu og fór maðurinn niður og hringdi dyrabjöllu. Dró maðurinn konuna þá á hárinu inn í svefnherbergi og hélt á hamri. Fór hann til dyra og sagði nágrannanum að þau væru að stunda BDSM kynlíf. Nágranni krafðist þess að fá að sjá konuna en maðurinn sagði hana nakta, því gengi það ekki.Í framhaldinu hefði hann farið aftur upp í rúm hjá konunni, verið rólegri en hamarinn legið á náttborðinu. Þau hefðu sofið saman en hún verið frosin á meðan, hvorki sagt neitt né gert. Kynmökin hefðu ekki verið með hennar vilja. Hún sagðist ekki hafa þorað að segja ákærða að hún vildi þetta ekki enda væri hann líklegur til alls.Kynferðismökin voru harkaleg, leiðinleg og niðurlægjandi að sögn konunnar og stóðu yfir í tvær til þrjár klukkustundir. Hún hefði verið með tárin í augunum og skolfið á meðan á þeim stóð.Daginn eftir hefðu þau farið á bensínstöð og hún þá haft tækifæri til að senda lögmanni sínum SMS og beðið hann um að hringja á lögreglu. Lögregla mætti svo á heimili þeirra og fór konan með manninum eftir að lögreglukona hafði áttað sig á því að hún þorði ekki að segja neitt í návist hans.Nágranninn greindi frá því fyrir dómi að konan hefði komið til hans daginn eftir og þakkað honum fyrir að hafa bjargað lífi hennar. Íbúðin „á hvolfi“Maðurinn neitaði svo til öllum alvarlegum ásökunum í ákæruliðunum. Hann viðurkenndi minniháttar ofbeldi en hafnaði grófari ákæruliðum. Sagði hann þau hafa stundað BDSM-kynlíf en konan hafnaði því alfarið. Maðurinn sagðist hafa sýnt lögreglukonu tvo poka fulla af BDSM-kynlífshjálpartækjum þegar þau mættu á heimilið. Fyrir dómi sagðist lögreglukonan hafa séð poka með einhverju dóti en ekki ályktað að um kynlífshjálpartæki væri að ræða. Íbúðin hefði hins vegar verið „á hvolfi“.Lögreglukonan hefði aldrei séð manneskju jafnhrædd við einhvern annan og þegar hún mætti á heimilið. Maðurinn hefði sagt málið misskilning og þau stunduðu einfaldlega harkalegt kynlíf. Lögreglukonan sagði áverka á konunni hafa verið sýnilega og konan verið eins og lítil mús, ekki þorað að segja orð í nærveru mannsins.Maðurinn sagðist haldinn persónuleikaröskun sem lýsti sér sem „paranoiu skitsó“ eða „paranoiu einkennum og ranghugmyndum og reiðiköstum.“ Breytti framburði sínumFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að framburð konunnar ætti að leggja til grundvallar í öllum ákæruliðum í málinu, einnig þeim fjórða þar sem hann var dæmdur fyrir stórfelldar ærumeiðingar.Maðurinn breytti framburði sínum fyrir dómi en hann sagðist við lögreglu ekki hafa munað eftir því að konan hefði verið í baði eða nágranni hefði bankað upp á vegna látanna. Þá fékk framburður konunnar stuðning í vitnum sem báru vitni fyrir dómi.Maðurinn, sem á nokkra fíkniefna- og umferðalagadóma að baki, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir brot sín. Þá þarf hann að greiða konunni þrjár milljónir króna í skaðabætur og á þriðju milljón króna í lögfræði- og sakarkostnað.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðung, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. Hótaði maðurinn meðal annars að selja öðrum aðgang að konunni, skera hana auk þess að draga hana um íbúðina á hárinu.Maðurinn var sakfelldur í öllum fjórum ákæruliðum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í bætur.Brot mannsins gegn konunni voru gróf og ofbeldisfull og er ástæða til að vara við lýsingum á þeim sem koma fram hér á eftir.„Er líf mitt að fara að enda?“Maðurinn og konan kynntust í október 2013, byrjuðu að búa saman í janúar en hún yfirgaf loks heimilið fyrir fullt og allt og kærði manninn til lögreglu í lok apríl 2014. Þau höfðu bæði verið í neyslu, neyttu bæði amfetamíns og hafði hún misst bakland sitt í formi vina og fjölskyldu. Á sama tíma stóð hún í forræðisdeilu sem maðurinn nýtti sér í að brjóta hana niður. Neyddi hann konuna meðal annars til að taka lyf sem líklegt væri að myndu mælast í þvagprufu og yrðu til þess fallinn að veikja stöðu hennar í barnaverndarmálinu.Fyrsta líkamsárásin sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað 27. og 28. mars 2014. Konan lýsir því þannig að hún hefði vaknað snemma morguns og hann farið að rífast í henni. Hún hefði sagt honum að fara ef hann ætlaði að vera með leiðindi.Í framhaldinu hefði hann ráðist á hana, tekið utan um háls hennar, tekið af henni símann og hindrað för hennar af heimilinu. Þá hefði hann dregið hana um alla íbúðina og hent utan í húsgögn og veggi. Þá hefði hann kyrkt hana tvisvar í viðbót. Þannig hefði sólarhringurinn liðið. Hún hefði svo þurft að skutla honum á sjúkrahús um nóttina og þá notað tækifærið, hnippt í hjúkrunarfræðing og fengið að ræða við lögreglu. Í skýrslu sem hún gaf lögreglu sagðist hún hafa hugsað þegar maðurinn tók í fyrsta skipti um hálsinn hennar: „Er líf mitt að fara að enda?“ og þá um son sinn sem hún fengi aldrei að sjá aftur. Ákærði hefði verið snarvitlaus og rólegur til skiptis, beðist afsökunar en svo haldið áfram. Lögreglukonan sem ræddi við konuna á sjúkrahúsinu kvað áverka konunnar hafa verið það grófasta sem hún hefði séð eftir heimilisofbeldi.Hún hefði farið í Kvennaathvarfið daginn eftir, samkvæmt ráðum starfsfólks sjúkrahússins, bæði síma- og lyklalaus. Hann hefði svo sótt hana þangað fljótlega.Brjálaður og rólegur til skiptisViku eftir síðari árásina vakti maðurinn hana brjálaður en hann hafði þá verið að lesa gömul samskipti konunnar við vinkonu sína á Facebook. Samskiptin voru frá árinu 2012. Hann hefði ráðist á hana en þetta hefði verið versta tilfellið hvað hótanir varðaði.Maðurinn hefði dregið hana á hárinu inn á bað, hótað að raka af henni hárið og sett rafmagnsrakvél í samband. Hann hefði horft í augun á henni og sagt: „Það er of mikið búið að gerast hjá okkur. Ef ég get ekki fengið þig þá fær þig enginn og ég get alveg eins drepið okkur bæði.“ Hún hefði fengið val; annaðhvort skæri hann hana á púls í baði eða æki í bifreið á vegg á 160 km hraða svo þau myndu bæði deyja.Konan sagðist ekki geta lýst því með orðum hve hrædd hún hefði verið. Maðurinn hefði verið með stóran eldhúshníf við höndina og hótað að skera hana í andlitið og á háls. Þá hefði hann bundið hana í rúmið eftir að hafa látið hana fara úr nærbuxunum og hótað að selja nafngreindum mönnum aðgang að henni. Sem fyrr hefði hann verið rólegur og brjálaður til skiptis.Konan var endurtekið viss um að hún myndi deyja þessa nótt. Hann hefði hótað henni, farið inn á bað og látið renna í baðkarið. Hún sagðist ekki hafa reynt að kalla á hjálp en opnað glugga í von um að nágrannar heyrðu í þeim. Hún hefði sent vinkonu sinni SMS-skilaboð en hún ekki séð fyrr en morguninn eftir. Þar bað hún hana um að hringja í lögregluna.Vinkonan sótti hana morguninn eftir og fór með hana á slysadeild. Í framhaldinu fór hún til vinkonu sinnar sem bjó í sveit og fékk að dvelja hjá henni í nokkra daga. Síðan fór hún aftur til mannsins.Nágranni krafðist þess að fá að sjá konuna Þriðji ákæruliður, sá er leiddi til þess að konan sagði skilið við manninn fyrir fullt og allt, sneri að grófri líkamsárás, hótunum og nauðgun aðfaranótt 25. apríl 2014. Hún hafði verið farin að óttast manninn mjög, fannst hún skynja að eitthvað slæmt væri í aðsigi og fékk að gista eina nótt hjá barnsföður sínum.Maðurinn komst að því kvöldið eftir með því að skoða skilaboð í síma hennar meðan hún var í baði. Kom hann inn á baðherbergið og ýtti henni á kaf ofan í baðkarið. Hélt hann henni þarf heillengi. Hún sagðist hafa verið viss um að hún myndi deyja. Þetta hefði hann endurtekið tvisvar sinnum.Nágrannar vöknuðu á efri hæð við læti á baðherberginu og fór maðurinn niður og hringdi dyrabjöllu. Dró maðurinn konuna þá á hárinu inn í svefnherbergi og hélt á hamri. Fór hann til dyra og sagði nágrannanum að þau væru að stunda BDSM kynlíf. Nágranni krafðist þess að fá að sjá konuna en maðurinn sagði hana nakta, því gengi það ekki.Í framhaldinu hefði hann farið aftur upp í rúm hjá konunni, verið rólegri en hamarinn legið á náttborðinu. Þau hefðu sofið saman en hún verið frosin á meðan, hvorki sagt neitt né gert. Kynmökin hefðu ekki verið með hennar vilja. Hún sagðist ekki hafa þorað að segja ákærða að hún vildi þetta ekki enda væri hann líklegur til alls.Kynferðismökin voru harkaleg, leiðinleg og niðurlægjandi að sögn konunnar og stóðu yfir í tvær til þrjár klukkustundir. Hún hefði verið með tárin í augunum og skolfið á meðan á þeim stóð.Daginn eftir hefðu þau farið á bensínstöð og hún þá haft tækifæri til að senda lögmanni sínum SMS og beðið hann um að hringja á lögreglu. Lögregla mætti svo á heimili þeirra og fór konan með manninum eftir að lögreglukona hafði áttað sig á því að hún þorði ekki að segja neitt í návist hans.Nágranninn greindi frá því fyrir dómi að konan hefði komið til hans daginn eftir og þakkað honum fyrir að hafa bjargað lífi hennar. Íbúðin „á hvolfi“Maðurinn neitaði svo til öllum alvarlegum ásökunum í ákæruliðunum. Hann viðurkenndi minniháttar ofbeldi en hafnaði grófari ákæruliðum. Sagði hann þau hafa stundað BDSM-kynlíf en konan hafnaði því alfarið. Maðurinn sagðist hafa sýnt lögreglukonu tvo poka fulla af BDSM-kynlífshjálpartækjum þegar þau mættu á heimilið. Fyrir dómi sagðist lögreglukonan hafa séð poka með einhverju dóti en ekki ályktað að um kynlífshjálpartæki væri að ræða. Íbúðin hefði hins vegar verið „á hvolfi“.Lögreglukonan hefði aldrei séð manneskju jafnhrædd við einhvern annan og þegar hún mætti á heimilið. Maðurinn hefði sagt málið misskilning og þau stunduðu einfaldlega harkalegt kynlíf. Lögreglukonan sagði áverka á konunni hafa verið sýnilega og konan verið eins og lítil mús, ekki þorað að segja orð í nærveru mannsins.Maðurinn sagðist haldinn persónuleikaröskun sem lýsti sér sem „paranoiu skitsó“ eða „paranoiu einkennum og ranghugmyndum og reiðiköstum.“ Breytti framburði sínumFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að framburð konunnar ætti að leggja til grundvallar í öllum ákæruliðum í málinu, einnig þeim fjórða þar sem hann var dæmdur fyrir stórfelldar ærumeiðingar.Maðurinn breytti framburði sínum fyrir dómi en hann sagðist við lögreglu ekki hafa munað eftir því að konan hefði verið í baði eða nágranni hefði bankað upp á vegna látanna. Þá fékk framburður konunnar stuðning í vitnum sem báru vitni fyrir dómi.Maðurinn, sem á nokkra fíkniefna- og umferðalagadóma að baki, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir brot sín. Þá þarf hann að greiða konunni þrjár milljónir króna í skaðabætur og á þriðju milljón króna í lögfræði- og sakarkostnað.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira