Sérsveitarmenn tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 13:37 Vísir/Vilhelm Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq þann 18. janúar eins og fram kom í fréttum þá. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir skort á samskiptum milli starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið því að fjölmiðlar hafi fengið rangar upplýsingar. Grímur segir í tilkynningu til fjölmiðla að sérsveitarmennirnir hafi ekki tekið yfir stjórn skipsins, eins og áður kom fram, og að aðgerðin hafi verið rétt framkvæmd eins og um hafi verið beðið. Vangaveltur hafa einnig verið uppi um að aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum. Þrír skipverjar voru handteknir um borð í togaranum þegar hann var utan íslenskrar landhelgi, en innan íslenskrar efnahagslögsögu. Íslensk landhelgi afmarkast við tólf sjómílur en efnahagslögsagan við 200 sjómílur. Sá fjórði var svo handtekinn þegar skipið var komið að landi og fíkniefni fundust um borð. Alls fóru sex sérsveitarmenn um borð í togarann en þeir höfðu það hlutverk að tryggja rannsóknarvettvang um borð ásamt því að handtaka tvo skipverja við komuna um borð. Þriðji skipverjinn var handtekinn um borð nokkrum klukkustundum síðar. Íslensk yfirvöld fengu þó ekki samþykki danskra yfirvalda. Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að aðgerðin hafi ekki verið framkvæmd með aðkomu danskra yfirvalda heldur hafi alfarið verið á ábyrgð lögreglunnar og gerð á grundvelli lagalegs mats hjá embættinu. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og verði rökstudd fyrir dómstólum þegar að því kemur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq þann 18. janúar eins og fram kom í fréttum þá. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir skort á samskiptum milli starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið því að fjölmiðlar hafi fengið rangar upplýsingar. Grímur segir í tilkynningu til fjölmiðla að sérsveitarmennirnir hafi ekki tekið yfir stjórn skipsins, eins og áður kom fram, og að aðgerðin hafi verið rétt framkvæmd eins og um hafi verið beðið. Vangaveltur hafa einnig verið uppi um að aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum. Þrír skipverjar voru handteknir um borð í togaranum þegar hann var utan íslenskrar landhelgi, en innan íslenskrar efnahagslögsögu. Íslensk landhelgi afmarkast við tólf sjómílur en efnahagslögsagan við 200 sjómílur. Sá fjórði var svo handtekinn þegar skipið var komið að landi og fíkniefni fundust um borð. Alls fóru sex sérsveitarmenn um borð í togarann en þeir höfðu það hlutverk að tryggja rannsóknarvettvang um borð ásamt því að handtaka tvo skipverja við komuna um borð. Þriðji skipverjinn var handtekinn um borð nokkrum klukkustundum síðar. Íslensk yfirvöld fengu þó ekki samþykki danskra yfirvalda. Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að aðgerðin hafi ekki verið framkvæmd með aðkomu danskra yfirvalda heldur hafi alfarið verið á ábyrgð lögreglunnar og gerð á grundvelli lagalegs mats hjá embættinu. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og verði rökstudd fyrir dómstólum þegar að því kemur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23