Skotsilfur Markaðarins: Afnema bónusa, en hækka launin Ritstjórn Markaðarins skrifar 27. janúar 2017 13:26 Mikið er um mannabreytingar á bankamarkaði um þessar mundir. Þremenningarnir Jón Gunnar Sæmundsen og Jónas Guðmundsson, fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka, og Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var síðast verðbréfamiðlari hjá Kviku banka, sögðu þannig allir upp störfum undir lok síðasta árs. Þeir hafa í kjölfarið nýverið stofnað í sameiningu félagið Klettar Capital sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina. Allir eiga þeir að baki áralanga reynslu sem verðbréfamiðlarar á fjármálamarkaði en Jón Gunnar er sonur Gríms Sæmundsens, forstjóra og eins stærsta hluthafa Bláa lónsins.Enn og aftur seinkun Forsvarsmenn Silicor Materials sömdu nýverið við Faxaflóahafnir um seinkun á gildistöku samninga um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga til septembermánaðar. Samningarnir áttu að taka gildi í apríl í fyrra en fjármögnun verkefnisins hefur dregist. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að nokkrir af þeim íslensku einkafjárfestum sem tóku þátt í hlutafjársöfnun sólarkísilversins séu ósáttir við tafirnar. Í næsta mánuði verða liðin þrjú ár síðan Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og talsmaður Silicor Materials, greindi frá áformum fyrirtækisins og eitt og hálft ár síðan fjárfestarnir fóru inn í hluthafahópinn.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Enginn bónus, en hærri laun Eftir að Íslandsbanki endaði í faðmi ríkisins var ákveðið af nýrri stjórn bankans að frá og með þessu ári yrðu ekki lengur greiddir bónusar til starfsmanna. Á árinu 2015 höfðu um hundrað starfsmenn bankans fengið bónus að fjárhæð samtals 736 milljónir. Ekki er hins vegar víst að sú ráðstöfun muni hjálpa Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, mikið við að halda aftur af auknum launakostnaði. Þannig eru dæmi þess að bankinn hafi þurft að bregðast við þessari nýju stöðu með því að hækka nokkuð laun sumra lykilstarfsmanna til að koma í veg fyrir að þeir færu yfir til helstu keppinauta bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Mikið er um mannabreytingar á bankamarkaði um þessar mundir. Þremenningarnir Jón Gunnar Sæmundsen og Jónas Guðmundsson, fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka, og Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var síðast verðbréfamiðlari hjá Kviku banka, sögðu þannig allir upp störfum undir lok síðasta árs. Þeir hafa í kjölfarið nýverið stofnað í sameiningu félagið Klettar Capital sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina. Allir eiga þeir að baki áralanga reynslu sem verðbréfamiðlarar á fjármálamarkaði en Jón Gunnar er sonur Gríms Sæmundsens, forstjóra og eins stærsta hluthafa Bláa lónsins.Enn og aftur seinkun Forsvarsmenn Silicor Materials sömdu nýverið við Faxaflóahafnir um seinkun á gildistöku samninga um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga til septembermánaðar. Samningarnir áttu að taka gildi í apríl í fyrra en fjármögnun verkefnisins hefur dregist. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að nokkrir af þeim íslensku einkafjárfestum sem tóku þátt í hlutafjársöfnun sólarkísilversins séu ósáttir við tafirnar. Í næsta mánuði verða liðin þrjú ár síðan Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og talsmaður Silicor Materials, greindi frá áformum fyrirtækisins og eitt og hálft ár síðan fjárfestarnir fóru inn í hluthafahópinn.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Enginn bónus, en hærri laun Eftir að Íslandsbanki endaði í faðmi ríkisins var ákveðið af nýrri stjórn bankans að frá og með þessu ári yrðu ekki lengur greiddir bónusar til starfsmanna. Á árinu 2015 höfðu um hundrað starfsmenn bankans fengið bónus að fjárhæð samtals 736 milljónir. Ekki er hins vegar víst að sú ráðstöfun muni hjálpa Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, mikið við að halda aftur af auknum launakostnaði. Þannig eru dæmi þess að bankinn hafi þurft að bregðast við þessari nýju stöðu með því að hækka nokkuð laun sumra lykilstarfsmanna til að koma í veg fyrir að þeir færu yfir til helstu keppinauta bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent