Körfubolti

Klaufalegustu meiðslin í NBA-deildinni í vetur | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enes Kanter.
Enes Kanter. Vísir/AP
Oklahoma City Thunder verður án hins öfluga Tyrkja Enes Kanter í allt að tvo mánuði eftir að leikmaðurinn handleggsbrotnaði i í leik á móti Dallas Mavericks í nótt.

Það voru þó ekki meiðslin sjálf heldur en kringumstæðurnar sem voru mest svekkjandi fyrir leikmenn og stuðningsmenn Oklahoma City Thunder liðsins.

Enes Kanter kom öskureiður á bekkinn í einu leikhléinu og barði í stól í miklu pirringskasti. Það var heldur betur afdrifaríkt því hann spilaði ekki meira í leiknum og fór strax inn í myndatöku.

Myndatakan sýndi að hann var handleggbrotinn og verður nú frá í sex til átta vikur. ESPN segir meðal annars frá.

„Það er erfitt að sætta sig við þetta ekki síst vegna þess hvernig þetta gerðist. Hann er sterkur maður og kemur betri til baka,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn.

Enes Kanter fékk meiri ábyrgð eftir að Oklahoma City Thunder missti bæði Serge Ibaka og Kevin Durant í sumar og hann hefur komið sterkur inn af bekknum með 14,6 stig og 6,8 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að spila bara í 21,9 mínútur í leik.

Það er mikið á herðum Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder í vetur og þessi fjarvera Enes Kanter verður ekki til að minnka það nú þegar liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitkeppninni.

Það er hægt að sjá myndband af þessum klaufalegu meiðslum Enes Kanter hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×