Körfubolti

Enn eitt tapið hjá Clevelend

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ekkert hefur gengið hjá Cleveland Cavaliers síðustu vikurnar en liðið tapaði nótt sjötta leik sínum í síðustu átta leikjum.

Cleveland tapaði fyrir Sacramento í framlengdum leik, 116-112, á heimavelli. Aaron Afflalo setti niður þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar 17,3 sekúndur voru eftir.

Cleveland fór í sókn en LeBron James klikkaði á þriggja stiga skoti og Sacramento tryggði sér sigur af vítalínunni.

Sacramento lenti mest fimm stigum undir í framlengingunni en það kom ekki að sök. DeMarcus Cousins skoraði 28 stig fyrir gestina og tók þar að auki tíu fráköst.

James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann var með 24 stig, þrettán fráköst og ellefu stoðsendingar. Hann hefur verið gagnrýninn undanfarna daga og vikur og efast um raunverulegan vilja félagsins að verja meistaratitilinn í vor.

Þetta var þriðja tap Cleveland í röð en liðið er þó enn efst í austurdeildinni með 30 sigra.



Golden State vann Charlotte, 113-103, er Steph Curry sneri aftur til sinnar heimaborgar. Hann var með 28 stig í leiknum, þar af sex þriggja stiga körfur.

Kevin Durant skoraði 33 stig í leiknum en fór mikinn í fjórða leikhluta er hann skoraði sextán stig.

Oklahoma City vann New Orleans, 114-105. Russell Westbrook var með 27 stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með sinni 60. þreföldu tvennu á ferlinum. Þar með jafnaði hann árangur Larry Bird.



Philadelphia vann Milwaukee, 114-109, þó svo að Joel Embiid hafi misst af sínum öðrum leik í röð. Þetta var fimmti sigur Philadelphia í síðustu sex leikjum liðsins.



Úrslit næturinnar:

Cleveland - Sacramento 112-116

Boston - Houston 120-109

Brooklyn - Miami 106-109

Chicaco - Atlanta 114-119

Milwaukee - Philadelphia 109-114

Memphis - Toronto 101-99

New Orleans - Oklahoma City 105-114

Charlotte - Golden State 103-113

Dallas - New York 103-95

Portland - LA Lakers 105-98

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×