Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:07 Áhöfnin hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hefur reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þeir segja þennan sorglega atburð hafa snortið þá djúpt og vonast til þess að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá áhöfninni þar sem segir að áhöfnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hafi reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. „Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu,“ segir í yfirlýsingunni. Þeim hafi hins vegar verið bannað að eiga í samskiptum út á við. Þar að auki viti þeir ekki hvað hafi gerst. „Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.“Verður erfitt að gleyma atburðunum Þeir segja mikilvægt að taka fram að þeir séu á Íslandi vegna vinnu þeirra. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“ Þá segja þeir að erfitt hafi verið að vera hluti af þessum hræðilegu atburðum og sumir úr áhöfninni hafi þurft að fara heim. „Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.“ „Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.“ Yfirlýsingu áhafnarinnar í heild sinni má lesa hér að neðanPolar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/VilhelmAtburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.„Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.Skipverjar á Polar Nanoq Birna Brjánsdóttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þeir segja þennan sorglega atburð hafa snortið þá djúpt og vonast til þess að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá áhöfninni þar sem segir að áhöfnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hafi reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. „Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu,“ segir í yfirlýsingunni. Þeim hafi hins vegar verið bannað að eiga í samskiptum út á við. Þar að auki viti þeir ekki hvað hafi gerst. „Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.“Verður erfitt að gleyma atburðunum Þeir segja mikilvægt að taka fram að þeir séu á Íslandi vegna vinnu þeirra. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“ Þá segja þeir að erfitt hafi verið að vera hluti af þessum hræðilegu atburðum og sumir úr áhöfninni hafi þurft að fara heim. „Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.“ „Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.“ Yfirlýsingu áhafnarinnar í heild sinni má lesa hér að neðanPolar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/VilhelmAtburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.„Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.Skipverjar á Polar Nanoq
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira