NBA: Sjö frá Curry, sjö frá Klay og sjö í röð hjá Golden State Warriors | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 08:00 Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson voru báðir í stuði fyrir utan þriggja stiga línuna í sigri Golden State Warriors á Flórída í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var hinsvegar afar vandræðaleg nótt fyrir lið Los Angeles Lakers og þetta var nótt Eric Bledsoe hjá Phoenix Suns.Golden State Warriors vann 118-98 sigur á heimamönnum í Orlando Magic eftir að hafa verið vandræðum í fyrri hálfleiknum. Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þetta var sjöundi sigur Golden State liðsins í röð. Stephen Curry hitti úr 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 27 stig en Klay Thompson hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 21 stig. Golden State Warriors lenti ellefu stigum undir í fyrri hálfleik og það var jafnt í hálfleik, 50-50. Stephen Curry skoraði fjóra af þristunum sínum og alls 14 stig í þriðja leikhlutanum sem Warriors vann 42-24 og stakk af. Kevin Durant skoraði 15 stig fyrir Golden State liðið og Zaza Pachulia var með 14 stig. Elfrid Payton var stigahæstur hjá Orlando Magic með 23 stig.Dallas Mavericks fór illa með Los Angeles Lakers og vann 49 stiga sigur, 122-73. Þetta er versta tap Lakers í sögunni. Lakers-liðið var ekki að tapa svona stórt á móti einu besta liði deildarinnar heldur á móti Dallas sem hefur unnið einum leik færra en Lakers á tímabilinu. Justin Anderson skoraði 19 stig á 16 mínútum fyrir Dallas og Seth Curry, yngri bróður Steph, var með 14 stig. Dirk Nowitzki var einn af þremur hjá Dallas með 13 stig í þessum leik en hinir voru Wesley Matthews og Deron Williams.Eric Bledsoe átti svakalega leik í endurkomusigri Phoenix Suns á útivelli á móti Toronto Raptors. Suns-liðið vann leikinn með tólf stigum, 115-103, eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 33-18. Eric Bledsoe var með 40 stig og 13 stoðsendingar í leiknum og Devin Booker bætti við20 stigum. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Toronto sem tapaði sínum þriðja leik í röð.Karl-Anthony Towns, nýliði ársins á síðasta tímabili, var með fantaleik í 111-108 sigri Minnesota Timberwolves á Denver Nuggets. Towns endaði leikinn með 32 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 varin skot, Andrew Wiggins skoraði 24 stig og Shabazz Muhammad var með 20 stig. Gary Harris skoraði mest fyrir Denver eða 22 stig.Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Dallas Mavericks - Los Angeles Lakers 122-73 Orlando Magic - Golden State Warriors 98-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 103-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 111-108 NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson voru báðir í stuði fyrir utan þriggja stiga línuna í sigri Golden State Warriors á Flórída í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var hinsvegar afar vandræðaleg nótt fyrir lið Los Angeles Lakers og þetta var nótt Eric Bledsoe hjá Phoenix Suns.Golden State Warriors vann 118-98 sigur á heimamönnum í Orlando Magic eftir að hafa verið vandræðum í fyrri hálfleiknum. Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þetta var sjöundi sigur Golden State liðsins í röð. Stephen Curry hitti úr 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 27 stig en Klay Thompson hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 21 stig. Golden State Warriors lenti ellefu stigum undir í fyrri hálfleik og það var jafnt í hálfleik, 50-50. Stephen Curry skoraði fjóra af þristunum sínum og alls 14 stig í þriðja leikhlutanum sem Warriors vann 42-24 og stakk af. Kevin Durant skoraði 15 stig fyrir Golden State liðið og Zaza Pachulia var með 14 stig. Elfrid Payton var stigahæstur hjá Orlando Magic með 23 stig.Dallas Mavericks fór illa með Los Angeles Lakers og vann 49 stiga sigur, 122-73. Þetta er versta tap Lakers í sögunni. Lakers-liðið var ekki að tapa svona stórt á móti einu besta liði deildarinnar heldur á móti Dallas sem hefur unnið einum leik færra en Lakers á tímabilinu. Justin Anderson skoraði 19 stig á 16 mínútum fyrir Dallas og Seth Curry, yngri bróður Steph, var með 14 stig. Dirk Nowitzki var einn af þremur hjá Dallas með 13 stig í þessum leik en hinir voru Wesley Matthews og Deron Williams.Eric Bledsoe átti svakalega leik í endurkomusigri Phoenix Suns á útivelli á móti Toronto Raptors. Suns-liðið vann leikinn með tólf stigum, 115-103, eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 33-18. Eric Bledsoe var með 40 stig og 13 stoðsendingar í leiknum og Devin Booker bætti við20 stigum. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Toronto sem tapaði sínum þriðja leik í röð.Karl-Anthony Towns, nýliði ársins á síðasta tímabili, var með fantaleik í 111-108 sigri Minnesota Timberwolves á Denver Nuggets. Towns endaði leikinn með 32 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 varin skot, Andrew Wiggins skoraði 24 stig og Shabazz Muhammad var með 20 stig. Gary Harris skoraði mest fyrir Denver eða 22 stig.Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Dallas Mavericks - Los Angeles Lakers 122-73 Orlando Magic - Golden State Warriors 98-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 103-115 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 111-108
NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira