Strákarnir okkar eru nú á leið á æfingu á fótboltavellinum glæsilega Stade Pierre-Mauroy en það verður mikil upplifun fyrir þá að koma þangað inn.
Búið er að breyta þessum glæsilega 50 þúsund manna knattspyrnuvelli í 28 þúsund manna handboltavöll fyrir leik Íslands og Frakklands á morgun. Þetta er ekki umhverfi sem strákarnir eru vanir.
Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er veikur og getur ekki æft með liðinu en allir hinir eru klárir í bátana og ætla að æfa. Það vill enginn missa af leiknum á morgun.
Það er vissara fyrir drengina að klæða sig ágætlega því þegar fjölmiðlamenn fóru í höllina fyrr í dag var svolítið kalt þar inni enda blæs í gegnum alla innganga þó svo þakið sé lokað.
Búið er að setja fjölda hitablásara í húsið og svo mun tæplega 30 þúsund skrokkar hjálpa til við að hita húsið á morgun.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Aron Rafn veikur | Allir aðrir æfa

Tengdar fréttir

Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára
Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær.

Sjö marka sigrar hjá lærisveinum Dags og Kristjáns
Evrópumeistarar Þýskalands báru sigurorð af Króatíu í dag, 28-21, og kláruðu því C-riðilinn á HM í Frakklandi með fullu húsi stiga.

HSÍ þurfti að berjast fyrir að fá æfingu í keppnishöllinni
Starfsmenn Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, eru allt annað en sáttir við yfirmenn á HM þar sem það átti að meina liðinu að taka æfingu á keppnisstað í Lille í dag.

Gott fyrir vítanýtinguna að vera með íslenskan þjálfara á HM
Strákarnir okkar hafa nýtt vítin sín vel á HM í handbolta í Frakklandi og til þessa hafa aðeins fimm lið nýtt vítin sín betur á mótinu.

Svona er knattspyrnuleikvangi breytt í handboltahöll
Líklegt er að aðsóknarmet verði slegið þegar Frakkland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta.