Körfubolti

Meistararnir aftur á sigurbraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Cleveland Cavaliers komst aftur á sigurbraut í nótt eftir að hafa tapað fyrir Golden State Warriors með 35 stiga mun fyrr í vikunni.

Cleveland sneri aftur á heimavöll eftir sex leiki á útivelli í röð og vann nokkuð öruggan sigur á Phoenix, 118-103.

Kyrie Irving var með 26 stig og LeBron James með 21 stig og fimmtán stoðsendingar. Channing Frye var með átján stig en hjá Phoenix var Tyson Chandler stigahæstur með 22 stig auk þess sem hann tók sextán fráköst.



Cleveland hefur nú unnið 30 leiki á tímabilinu en tapað ellefu en það er nákvæmlega sami árangur og liðið var með á þessum tímapunkti í fyrra. Cleveland fór svo alla leið síðasta vor og varð meistari.



San Antonio vann Denver, 118-104. Kawhi Leonard skoraði 34 stig fyrir fyrrnefnda liðið og Dejounte Murray 24.

Pau Gasol meiddist í upphitun fyrir leik og var ekki með en það kom ekki að sök fyrir San Antonio. Meiðslin virðast þó alvarleg en Gasol puttabrotnaði eftir samstuð við Kyle Anderson.

Denver hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leik næturinnar en Nikola Jokic var stigahæstur hjá liðinu með 35 stig.



Úrslit næturinnar:

Cleveland - Phoenix 118-103

Miami - Dallas 99-95

New York - Washington 110-113

San Antonio - Denver 118-104

LA Clippers - Minnesota 101-104

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×