Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 10:51 Íbúar hafa lagt blómvendi við moskuna í Quebec. Vísir/AFP Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum. Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16
Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14
Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00