Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. janúar 2017 18:42 Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“ Donald Trump Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“
Donald Trump Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira