Ungt fólk skilið eftir Logi Einarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun