Birna Brjánsdóttir verður borin til grafar á föstudaginn en útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15.
Fjölmenni mætti í minningargöngu Birnu í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn en hennar var minnst víða um land og sömuleiðis í Danmörku þar sem fólk minntist hennar við Íslenska sendiráðið.
Fjölskylda Birnu afþakkar vinsamlega blóm og kransa en bendir þeim sem vilja minnast hennar að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Útför Birnu fer fram á föstudaginn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
