Drög að frumvarpi um rafrettur: Bannaðar innan átján, bannað að auglýsa og notkun í almannarými takmörkuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:00 Frumvarp um rafrettur felur í raun í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir. vísir/getty Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð. Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð.
Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30
Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00
Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54