Ágúst: Þegar við lítum til baka megum við vera stoltir af þessari frammistöðu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 9. febrúar 2017 19:20 Strákarnir hans Ágústs slógu þrjú lið úr Domino's deildinni út á leið sinni í Höllina. vísir/anton „Fyrir leikinn hefði maður ekkert verið ósáttur með þessi úrslit. En við strákarnir erum keppnismenn og drullufúlir að hafa ekki náð að enda hinum megin. Við hefðum hæglega getað unnið þennan leik,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið nauma fyrir KR í undanúrslitum Maltbikars karla í dag. „Þetta er ein sókn þarna undir lokin og við þurfum að brjóta og Jón [Arnór Stefánsson] setur vítin niður. Auðvitað erum við svekktir núna en þegar við lítum til baka megum við vera stoltir af þessari frammistöðu. Hún var frábær, sérstaklega varnarlega. Þeir skora 68 stig á okkur áður en við þurfum að brjóta. Þeir áttu í töluverðum vandræðum með að skora á okkur. „Auðvitað var það rosalega stórt þegar ég tók leikhlé og hélt við ættum boltann. Það er mjög líklega rétt fyrst þeir kíktu á þetta á myndbandi. Þá setur Pavel [Ermonlinskij] þrist og það er leikurinn. Eftir það þurfum við að elta. Þetta var mjög gerlegt áður en það gerðist,“ sagði Ágúst ennfremur. Valssóknin hikstaði illa á versta tíma, um miðjan 4. leikhluta þar sem liðið skoraði ekki í næstum sex mínútur. „Það er bara leikurinn. Þar kemur reynslan inn. KR-liðið er vant að vera hérna á meðan það lá við að mínir menn rötuðu ekki hingað. En þetta fer í reynslubankann hjá okkur. Við verðum svekktir með þetta í kvöld en þegar við lítum til baka megum við vera stoltir,“ sagði Ágúst. En sýndi frammistaðan í dag ekki að Valur á heima í deild þeirra bestu? „Jú, ég held það. Miðað við leikina sem við höfum spilað í vetur höfum við sýnt að við eigum heima í efstu deild,“ sagði Ágúst að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 67-72 | KR í úrslit þriðja árið í röð KR er komið í úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir nauman sigur á Val, 67-72, í fyrri undanúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 9. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
„Fyrir leikinn hefði maður ekkert verið ósáttur með þessi úrslit. En við strákarnir erum keppnismenn og drullufúlir að hafa ekki náð að enda hinum megin. Við hefðum hæglega getað unnið þennan leik,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið nauma fyrir KR í undanúrslitum Maltbikars karla í dag. „Þetta er ein sókn þarna undir lokin og við þurfum að brjóta og Jón [Arnór Stefánsson] setur vítin niður. Auðvitað erum við svekktir núna en þegar við lítum til baka megum við vera stoltir af þessari frammistöðu. Hún var frábær, sérstaklega varnarlega. Þeir skora 68 stig á okkur áður en við þurfum að brjóta. Þeir áttu í töluverðum vandræðum með að skora á okkur. „Auðvitað var það rosalega stórt þegar ég tók leikhlé og hélt við ættum boltann. Það er mjög líklega rétt fyrst þeir kíktu á þetta á myndbandi. Þá setur Pavel [Ermonlinskij] þrist og það er leikurinn. Eftir það þurfum við að elta. Þetta var mjög gerlegt áður en það gerðist,“ sagði Ágúst ennfremur. Valssóknin hikstaði illa á versta tíma, um miðjan 4. leikhluta þar sem liðið skoraði ekki í næstum sex mínútur. „Það er bara leikurinn. Þar kemur reynslan inn. KR-liðið er vant að vera hérna á meðan það lá við að mínir menn rötuðu ekki hingað. En þetta fer í reynslubankann hjá okkur. Við verðum svekktir með þetta í kvöld en þegar við lítum til baka megum við vera stoltir,“ sagði Ágúst. En sýndi frammistaðan í dag ekki að Valur á heima í deild þeirra bestu? „Jú, ég held það. Miðað við leikina sem við höfum spilað í vetur höfum við sýnt að við eigum heima í efstu deild,“ sagði Ágúst að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 67-72 | KR í úrslit þriðja árið í röð KR er komið í úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir nauman sigur á Val, 67-72, í fyrri undanúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 9. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 67-72 | KR í úrslit þriðja árið í röð KR er komið í úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir nauman sigur á Val, 67-72, í fyrri undanúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 9. febrúar 2017 19:30