Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 19:30 Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“ Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“
Húsnæðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira