Háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu var felldur í dag í árás sem aðskilnaðarsinnar segja að lýsa sem hryðjuverki. Spenging varð á skrifstofu Mikhail Tolstykh í Donetsk. Fregnir hafa borist af því að sprenginin hafi orðið vegna eldvörpu.
Einungis fjórir dagar eru síðan Oleg Anashschenko, annar leiðtogi aðskilnaðarsinna, dó þegar bíll hans sprakk í loft upp í Luhansk. Sá þriðji dó í sprenginu í október.
Aðskilnaðarsinnarnir leyniþjónustu Úkraínu um báðar nýju árásirnar.
„Úkraínumenn. Þeir geta ekki sigrað okkur á vígvellinum, svo þeir drepa okkur á illgjarnan hátt,“ segir Alexander Zakharchenko, æðsti leiðtogi yfirráðasvæðis aðskilnaðarsinna sem kalla Donetsk People's Republic.
Leyniþjónusta Úkraínu segist ekki bera ábyrgð á atvikunum, en telja að um innri átök meðal aðskilnaðarsinna sé að ræða.
Leiðtogi aðskilnaðarsinna felldur í „hryðjuverkaárás“
Samúel Karl Ólason skrifar
