Skilti tekið niður vegna stórskemmtilegrar stafsetningarvillu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2017 14:29 Skiltið og villurnar stórskemmtilegu sem hafa fengið margan Íslendinginn til að brosa í það minnsta út í annað í dag. Estelle Divorne „Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“ Sundlaugar Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
„Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“
Sundlaugar Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira