Skilti tekið niður vegna stórskemmtilegrar stafsetningarvillu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2017 14:29 Skiltið og villurnar stórskemmtilegu sem hafa fengið margan Íslendinginn til að brosa í það minnsta út í annað í dag. Estelle Divorne „Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“ Sundlaugar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“
Sundlaugar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira