Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 12:56 Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson. Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson.
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira