Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 12:28 Ferðamenn áttu erfitt með sig í hvassviðrinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/GVA Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira